Reiknar með vaxtalækkun

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur aðspurður tilefni til að ætla að síðasta vaxtalækkun bankans leiði til vaxtalækkana hjá bönkunum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgeir greiningu á lánasafni bankanna sýna að þeir hafi fylgt eftir vaxtalækkunum Seðlabankans í ár og lækkað útlánavexti til samræmis við lækkun stýrivaxta. Þá bendi ekkert til þess að svigrúm bankanna til að lækka vexti frekar sé uppurið.

„Við höfum fulla trú á að peningastefnan virki og einkum þá í bankakerfinu. Lægri stýrivextir ættu að koma fram í lægri útlánavöxtum. Miðað við nýja spá okkar um hagvöxt teljum við að lækkun stýrivaxta um 1,5 prósentur á þessu ári sé nægjanleg til að koma hagkerfinu aftur af stað. Hér skiptir öllu að bankinn var fljótur að bregðast við með vaxtalækkunum eftir áfall í ferðaþjónustu síðastliðið vor,“ segir Ásgeir. Væntingar um að verðbólga verði við 2,5% markmið SÍ sé til marks um trúverðugleika bankans – sem jafnframt gefi svigrúm til þess að lækka vexti. „Við munum síðan fylgjast vel með framvindunni og bregðast við ef þörf krefur,“ segir Ásgeir um stöðu efnahagsmála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka