Reiknar með vaxtalækkun

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri tel­ur aðspurður til­efni til að ætla að síðasta vaxta­lækk­un bank­ans leiði til vaxta­lækk­ana hjá bönk­un­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgeir grein­ingu á lána­safni bank­anna sýna að þeir hafi fylgt eft­ir vaxta­lækk­un­um Seðlabank­ans í ár og lækkað út­lána­vexti til sam­ræm­is við lækk­un stýri­vaxta. Þá bendi ekk­ert til þess að svig­rúm bank­anna til að lækka vexti frek­ar sé upp­urið.

„Við höf­um fulla trú á að pen­inga­stefn­an virki og einkum þá í banka­kerf­inu. Lægri stýri­vext­ir ættu að koma fram í lægri út­lána­vöxt­um. Miðað við nýja spá okk­ar um hag­vöxt telj­um við að lækk­un stýri­vaxta um 1,5 pró­sent­ur á þessu ári sé nægj­an­leg til að koma hag­kerf­inu aft­ur af stað. Hér skipt­ir öllu að bank­inn var fljót­ur að bregðast við með vaxta­lækk­un­um eft­ir áfall í ferðaþjón­ustu síðastliðið vor,“ seg­ir Ásgeir. Vænt­ing­ar um að verðbólga verði við 2,5% mark­mið SÍ sé til marks um trú­verðug­leika bank­ans – sem jafn­framt gefi svig­rúm til þess að lækka vexti. „Við mun­um síðan fylgj­ast vel með fram­vind­unni og bregðast við ef þörf kref­ur,“ seg­ir Ásgeir um stöðu efna­hags­mála.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert