Kalla Húsdýragarðinn fangelsi og helvíti

Netverjum þykir aðbúnaður dýranna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal …
Netverjum þykir aðbúnaður dýranna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal skammarlegur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Netverjar virðast ósáttir með Fjölskyldu- og húsdýragarðinn ef marka má umsagnir sem hafa hrannast inn á fésbók garðsins síðustu daga. Þar er garðurinn kallaður skammarlegt fangelsi, helvíti dýranna og aðbúnaðurinn sagður skammarlegur. 

Umsagnirnar eru bæði á íslensku og ensku og er stjörnugjöfin ekki upp á marga fiska. Garðurinn er nú með 1,2 stjörnur af fimm mögulegum. 

„Það er sannarlega ekki verið að kenna börnunum virðingu fyrir dýrum og náttúrunni með þessu skammarlega fangelsi. Fólk er farið að átta sig á því að dýragarðar eiga engan stað í siðmenntuðum samfélögum“, segir Hannes Pétursson í sinni umsögn.

Grænkerar upphafsmenn

Kristrún Úlfarsdóttir mælir ekki heldur með garðinum og segir: „Aðstæða dýranna þarna er til skammar og þau látin eiga börn á vorin bara til að sýna þau í 3 mánuði og þeim svo slátrað á haustin. Þetta er komið gott - lokið húsdýrapartinum og hafið þetta bara skemmtigarð fyrir börn án þess að pynta dýr í leiðinni! Einfalt!“

Umsagnirnar eru sprottnar upp úr innleggi sem var sett inn á hópinn Vegan Ísland, sem gerður er fyrir grænkera, fólk sem neytir ekki né notar dýraafurðir, hérlendis. Þar er fólk í hópnum hvatt til að setja inn neikvæða umsögn um garðinn. Innleggið virðist tilkomið vegna dauða selsins Snorra sem lést fyrir nokkrum dögum síðan.

„Snorri er búin að vera synda í pínulítillri laug í 30 ár, læstur í glerbúri ásamt mörgum öðrum dýrum í garðinum. Snorri er nú dáinn og komið er að þeim næsta. Ætlum við að standa og horfa á þetta gerast aftur fyrir önnur dýr?“, segir í innlegginu. 

Umræðan á Vegan Ísland er þess eðlis að Fjölskyldugarðurinn sé til fyrirmyndar, Húsdýragarðurinn sé það aftur á móti ekki. Það endurspeglast í umsögn Heidi Vignisdóttur um garðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert