„Enginn glæpur, held ég“

Frá sýningunni sem var á Háskólatorgi.
Frá sýningunni sem var á Háskólatorgi. Ljósmynd/Aðsend

„Þess­ar mynd­ir voru nú eng­inn glæp­ur, held ég,“ seg­ir Magnús Björns­son, for­stöðumaður Kon­fús­íus­ar­stofn­un­ar­ Norður­ljósa um vegg­spjöld sem voru fjar­lægð úr Há­skóla Íslands. Mynd­irn­ar voru sagðar eiga að fagna 70 ára af­mæli kín­verska alþýðulýðveld­is­ins og kín­verskri menn­ingu en voru fjar­lægðar eft­ir kvart­an­ir frá nem­end­um.

Nem­andi við Há­skóla Íslands sagði að þarna væri meðal ann­ars verið að tala um hinn frá­bæra Maó og verið að draga upp já­kvæða mynd af ríki sem safni múslim­um sam­an í vinnu­búðir og beiti mót­mæl­end­ur í Hong Kong harðræði.

Kon­fús­íu­ar­stofn­un fékk leyfi til að setja vegg­spjöld­in upp og Magnús seg­ir að það hafi ekk­ert annað verið í stöðunni en að fjar­lægja þau eft­ir að kvart­an­ir bár­ust. Hann seg­ist geta tekið und­ir ein­hverj­ar kvart­an­ir en seg­ir það þó eng­an glæp að ríki reyni að setja upp já­kvæða ímynd af sinni sögu.

Spurður hvort sýn­ing­in hafi verið sett upp á fölsk­um for­send­um seg­ir Magnús það af og frá „Þetta eru fyrst og fremst bara mynd­ir. Vissu­lega er texti með sem gæti hafa stuðað ein­hverja. Það er ekk­ert óeðli­legt,“ seg­ir Magnús.

Magnús Björnsson.
Magnús Björns­son. Ljós­mynd/Á​rni Torfa­son

Hann seg­ir að ekk­ert hafi verið fjallað um átök­in í Hong Kong á mynd­un­um en nem­end­ur gætu tengt þetta þeim, enda séu þau í frétt­um nán­ast dag­lega. „Þetta átti að fjalla um sögu Kína og sér­stak­lega sög­una eft­ir 1978.“

Magnús bæt­ir því við að vissu­lega hafi ekki verið hægt að fjalla um allt í sögu Kína á mynd­un­um og að ekki hafi verið um óháða sýn­ingu að ræða. 

Finnst þér eðli­legt að það sé sett upp myndasería þar sem ríki reyn­ir að fegra ímynd sína?

„Við erum nátt­úru­lega í Há­skóla Íslands. Ef þetta er ekki boðskap­ur sem meiðir ein­hvern eða eitt­hvað slíkt þá finnst mér ekk­ert óeðli­legt að ólík­ar skoðanir komi fram. Fólk í há­skóla­sam­fé­lag­inu hlýt­ur að hafa þol fyr­ir ólík­um skoðunum þó það sé ekki sam­mála öllu sem er sett fram,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að hann sætti sig við að spjöld­in hafi verið tek­in niður:

„Ef hópi fólks líður illa yfir þessu er þetta tekið niður að sjálf­sögðu. Mér finnst gagn­rýn­in samt far­in að minna á skoðanakúg­un eins og í Alþýðulýðveld­inu sjálfu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert