Reiðhjólafólk leggur til meiri skattaafslátt

Landssamtök hjólreiðamanna leggja til að ívilnanir vegna kaupa á reiðhjólum …
Landssamtök hjólreiðamanna leggja til að ívilnanir vegna kaupa á reiðhjólum verði töluvert hærri en lagt er til í frumvarpsdrögunum. mbl.is/Hari

Þrjá­tíu og sex um­sagn­ir bár­ust frá ein­stak­ling­um, fé­laga­sam­tök­um og fyr­ir­tækj­um í sam­ráðsgátt stjórn­valda, um drög að frum­varpi til laga um skattaí­viln­an­ir vegna vist­vænna öku­tækja. Í frum­varp­inu er meðal ann­ars kveðið á um að reiðhjól og raf­magns­hjól verði und­anþegin virðis­auka­skatti upp að ákveðnu há­marki og einnig er lagt til að af­nema virðis­auka­skatt­sí­viln­an­ir á tengit­vinn­bíla í upp­hafi árs 2021. Sam­ráðinu lauk í vik­unni og eru um­sagn­ir al­mennt já­kvæðar.

Þau tvo atriði sem nefnd eru hér að ofan hafa verið nokkuð til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum á meðan um­sagn­ar­ferlið stóð yfir. Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda lýsti því yfir að það teldi ótíma­bært að falla frá skattaí­viln­un­um vegna kaupa á tengit­vinn­bíl­um og þá Lands­sam­tök hjól­reiðamanna og raun­ar nokkuð marg­ir ein­stak­ling­ar gert at­huga­semd­ir við þær fjár­hæðir sem talað er um í frum­varps­drög­un­um varðandi reiðhjól. Þær mættu vera hærri, að þeirra mati.

Árni Davíðsson formaður Lands­sam­taka hjól­reiðamanna ræddi málið við mbl.is í upp­hafi mánaðar og sagði að hann teldi væn­legt að hækka upp­hæðirn­ar sem eru í spil­inu hvað reiðhjól varðar um hundrað þúsund krón­ur, þannig að venju­leg reiðhjól yrðu und­anþegin virðis­auka­skatti upp að 200.000 krón­um og raf­magns­hjól mættu kosta 500.000 kr. út úr búð, áður en virðis­auka­skatt­ur yrði greidd­ur af vör­unni.

Í end­an­legri um­sögn sam­tak­anna er ánægju lýst yfir með frum­varps­drög­in, en þó sagt að upp­hæðir íviln­ana fyr­ir reiðhjól séu „skorn­ar við nögl“, nái ekki al­veg að jafna stöðuna gagn­vart raf­magns­bíl­um. Flest­ir þeirra ein­stak­linga sem rita um­sagn­ir við frum­varpið fjalla um það sama.

„Til að jafna stöðuna gagn­vart raf­magns­bíl­um leggja LHM til að upp­hæð íviln­ana verði hækkuð þannig að fót­stig­in reiðhjól að 300.000 kr. og raf­magns­reiðhjól að 600.000 kr. verði án virðis­auka­skatts,“ seg­ir í um­sögn sam­tak­anna, sem einnig leggja til að svo­kölluð nytja­hjól, reiðhjól sem ætluð eru til flutn­ings á vör­um, fólki og börn­um, fái sér­stak­ar skattaí­viln­an­ir. Leggja sam­tök­in fram til­lög­ur að breyttri toll­flokk­un, svo að svo megi verða.

Sam­tök­in Hjóla­færni á Íslandi vekja einnig at­hygli á því í um­sögn sinni að ekki sé horft til nytja­hjól­anna, „þeirra reiðhjóla sem væn­leg­ust eru til að leysa af hólmi ýmis kon­ar smá­flutn­inga í þéttri byggð“ og segja sam­tök­in að þó að slík hjól fá­ist í dag ekki í al­mennri sölu á land­inu hljóti það að vera „daga spurs­mál“ hvenær þau ryðji sér til rúms hér á landi.

Þá vekja sam­tök­in at­hygli á því að að vist­væn vél­knú­in öku­tæki séu al­mennt þyngri en bens­ín og dísel vél­knú­in öku­tæki og því sé „enn frek­ari ástæða til að gera at­huga­semd við nagla­dekkja­notk­un slíkra öku­tækja. Með þyngd­inni er viðbúið að þau spæni enn frek­ar upp loft­meng­andi svifryki sem ógn­ar heilsu, einkum í þétt­býli.“

Mik­il­vægi tengit­vinn­bif­reiða enn mikið

Í nokkr­um um­sögn­um er lagt til að fallið verði frá því að leggja niður íviln­an­ir fyr­ir tengit­vinn­bif­reiðar, eins og Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda hafði fjallað um. Samorka, sam­tök orku- og veitu fyr­ir­tækja á Íslandi, leggja þannig til að íviln­an­irn­ar falli ekki niður í árs­lok 2020 held­ur verði bundn­ar því skil­yrði að bíl­arn­ir dragi fimm­tíu kíló­metra á raf­magni einu og sér.

„Þetta er í ljósi þess að á allra næstu árum verður mik­il­vægi ten­gilt­vinn­bif­reiða fyr­ir orku­skipti enn mikið, og ekki er tíma­bært að mati Samorku að taka út þessa íviln­un. Frek­ar ætti að halda henni inni á þann hátt sem Samorka legg­ur til og end­ur­skoða eft­ir 2-3 ár,“ seg­ir í um­sögn Samorku.

Rafbílasambandið setur spurningamerki við að ívilnanir á rafbílum nái ekki …
Raf­bíla­sam­bandið set­ur spurn­inga­merki við að íviln­an­ir á raf­bíl­um nái ekki ekki til bíla sem orðnir eru þriggja ára gaml­ir. „Ef eldri bíl­ar en þriggja ára fengju íviln­un gæti það veitt aukn­um krafti í notaða markaðinn og flýtt þátt­töku tekju­lægri hópa í orku­skipt­un­um,“ seg­ir sam­bandið. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Ísorka tek­ur í sama streng í sinni um­sögn  og seg­ist fyr­ir­tækið harma að falla eigi frá íviln­un­um tengit­vinn­bíla.

„Í dag er það skort­ur á af­hend­ingu raf­bíla frá fram­leiðend­um sem tef­ur orku­skipti á fólks­bíl­um. Einnig er skort­ur á fram­boði stærri fjöl­skyldu­bíla í flokki hreinna raf­bíla. Sök­um þess hafa marg­ir nýtt sér kosti ten­gilt­vinn­bif­reiða þar sem bið eft­ir nýj­um bíl hafa staðið í vegi fyr­ir fjár­fest­ingu. Á meðan við búum við þær aðstæður að ekki sé nægt magn hreinna raf­bíla í boði og af­köst á fram­leiðslu þeirra tefji orku­skipti telj­um við ótíma­bært að stöðva íviln­an­ir til ten­gilt­vinn­bíla. Ótt­umst við að marg­ir munu fjár­festa í nýj­um jarðefna­eldsneyt­is­bíl frem­ur en að bíða eft­ir hrein­um raf­bíl og/​eða fjár­festa í dýr­um ten­gilt­vinn­bíl án íviln­ana,“ seg­ir í um­sögn Ísorku.

Tengja eigi íviln­an­ir við raf­hlöðustærð raf­bíla

Raf­bíla­sam­band Íslands seg­ir að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag við íviln­an­ir valdi rangri verðmynd­un á markaði, þar sem bíl­ar með stærri raf­hlöðu lendi yfir verðþak­inu. Legg­ur sam­bandið til að íviln­un verði föst krónu­tala á hverja kWst stærðar raf­hlöðu, en ekki verð bif­reiðar. Það sé rök­rétt­ast, þar sem til­ang­ur íviln­ana sé að greiða niður raf­hlöðuna. Þetta sé hvati fyr­ir neyt­end­ur til þess að kaupa frek­ar bíl með stærri raf­hlöðu og þar af leiðandi lengra drægi, á kostnað íburðar.

Raf­bíla­sam­bandið seg­ir einnig spurn­inga­merki við að íviln­an­ir á raf­bíl­um nái ekki ekki til bíla sem orðnir eru þriggja ára gaml­ir. „Ef eldri bíl­ar en þriggja ára fengju íviln­un gæti það veitt aukn­um krafti í notaða markaðinn og flýtt þátt­töku tekju­lægri hópa í orku­skipt­un­um,“ seg­ir sam­bandið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert