Nóttin á nokkur þúsund

Verðið á gistingu hefur lækkað.
Verðið á gistingu hefur lækkað. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er varn­ar­bar­átta. Það verður ábyggi­lega erfitt fyr­ir marga ef það ræt­ist ekki úr þessu. Það er al­veg deg­in­um ljós­ara,“ seg­ir Kristó­fer Oli­vers­son, formaður FHG – Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu, en til­efnið er lækkað verð á gist­ingu.

Sam­kvæmt sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs er verð á gist­ingu nú svipað í krón­um og árið 2017. Að auki hef­ur geng­is­vísi­tal­an lækkað um 12% frá nóv­em­ber 2017.

Benda þess­ar töl­ur til að verð hafi lækkað tölu­vert í er­lendri mynt. Á vef Expediu var auðvelt að finna gist­ingu á 5-6 þúsund nótt­ina. Hót­eleig­andi sagði að þótt staðan væri erfið væri út­litið bjart í vor.

„Við finn­um fyr­ir sam­keppni. Verð hef­ur lækkað og það er sleg­ist um ferðamenn­ina,“ sagði hann. Þá sagði sér­fræðing­ur að til­færsla hefði orðið á markaðnum frá heimag­ist­ingu til hót­ela. Vís­bend­ing­ar væru um að verð hjá stærstu hót­el­um hefði staðið í stað milli ára, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert