Rúmur helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

mbl.is

Rúmur helmingur landsmanna telur mikilvægt að Ísland fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili eða 52% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins MMR. Þar af telja 32% það mjög mikilvægt og 20% frekar mikilvægt.

Hins vegar telja 18% mjög lítilvægt að landið fái nýja stjórnarskrá og 8% frekar lítilvægt. 21% svöruðu því til að ný stjórnarskrá væri bæði og mikilvægt og lítilvægt.

Einnig var spurt um afstöðu til núgildandi stjórnarskrár og sögðust 25% vera ánægð með hana, þar af 6% mjög ánægð og 19% frekar ánægð, og 35% óánægð, þar af 11% mjög óánægð og 24% frekar óánægð. Stærsti hópurinn, 40%, sagðist bæði og ánægður og óánægður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert