Kjósendur kunni að meta stefnufestu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Ljósmynd/Miðflokkurinn

„Vit­an­lega er þetta mjög ánægju­legt en ég held að það séu um tíu ár síðan ég lýsti því yfir að ég ætlaði ekki að stjórn­ast af skoðana­könn­un­um. Þannig að maður verður að halda sig við það líka þegar niður­stöður þeirra eru góðar.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is vegna nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR en sam­kvæmt niður­stöðum henn­ar mæl­ist flokk­ur­inn með næst mest fylgi eða 16,8%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er áfram með mest fylgi en hef­ur hins veg­ar ekki mælst áður með minna fylgi í könn­un­um fyr­ir­tæk­is­ins eða 18,1%.

„Eðli skoðanakann­ana er auðvitað það að þær sveifl­ast og það sem fer upp get­ur farið niður og öf­ugt. Ég samt held í þá trú að ef fólk held­ur sínu striki og stend­ur við sitt án þess að reyna að elta tíðarand­ann hverju sinni þá kunni kjós­end­ur að meta það þegar að kosn­ing­um kem­ur. En þetta er samt vit­an­lega ánægju­leg vís­bend­ing.“

Sig­mund­ur seg­ist telja stefnu­festu nauðsyn­lega í stjórn­mál­um og að skort­ur sé á henni í þeim í dag. „Ég myndi vilja sjá meiri stefnu­festu hjá fleiri flokk­um. Hvort sem ég er sam­mála þeim eða ekki þá myndi ég vilja sjá að fólk stæði raun­veru­lega fyr­ir eitt­hvað sem það væri til­búið að standa við hvort sem það er vin­sælt þann dag­inn eða ekki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert