Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur sagt Bryndísi Sigurðardóttur upp störfum sem sveitarstjóra en greint er frá þessu í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.
Þar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að leiðir þeirra liggi ekki lengur saman.
Dagurinn í dag var síðasti dagur Bryndísar í starfi og var henni þakkað fyrir vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Bryndís er annar sveitarstjórinn sem sagt er upp störfum í nóvember en Gunnlaugi A. Júlíussyni var sagt upp störfum sem sveitarstjóra Borgarbyggðar í síðustu viku.