„Þetta er ekki góð könnun“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fáum á hverju kjör­tíma­bili á milli 60-70 skoðanakann­an­ir. Þær geta verið alla­vega. Þetta er ekki góð könn­un. Ég fékk aðra könn­un fyr­ir hálf­um mánuði sem var miklu betri.“

Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is innt­ur eft­ir viðbrögðum við niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR sem mæl­ir flokk­inn með 18,1% sem er minnsta fylgi sem fyr­ir­tækið hef­ur mælt flokk­inn með.

Rétt að spyrja að leiks­lok­um

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist áður lægst í könn­un MMR í sept­em­ber eða 18,3% en hef­ur nú náð nýj­um lægðum. Flokk­ur­inn tap­ar þrem­ur pró­sentu­stig­um frá síðasta mánuði og virðist fylgið fara beint yfir á Miðflokk­inn sem mæl­ist með 16,8% og bæt­ir við sig álíka fylgi og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar eða 3,3 pró­sentu­stig­um.

Miðflokk­ur­inn hef­ur ekki áður mælst með jafn mikið fylgi sam­kvæmt könn­un­um MMR og mun­ar ein­ung­is 1,3 pró­sentu­stig­um á flokkn­um tveim­ur sem er inn­an vik­marka könn­un­ar­inn­ar. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist þó stærsti flokk­ur­inn og er Miðflokk­ur­inn næst stærst­ur.

Bjarni seg­ir aðspurður að það sé að sjálf­sögðu rétt að spyrja að leiks­lok­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert