Þjóðir ráði sjálfar yfir auðlindum sínum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við hljót­um að vilja fá all­ar staðreynd­ir á hreint,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins í Víg­lín­unni á Stöð 2, þar sem meint­ar mút­ur Sam­herja í Namib­íu voru meðal ann­ars til umræðu. Sig­mund­ur og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, ræddu einnig nýja könn­un um fylgi stjórn­mála­flokka.

Sig­mund­ur var spurður að því hvers vegna þing­menn Miðflokks­ins hefðu lítið haft sig í frammi þegar Sam­herja­málið var til umræðu á Alþingi. Sig­mund­ur svaraði því til að það hefði verið erfitt að kom­ast að þar sem þing­menn klifruðu hver yfir ann­an en bætti því við að flokks­menn hefðu tekið þátt í umræðum.

Hann sagðist vona að rann­sókn á mál­inu verði ít­ar­leg og að hún gangi vel. „Það sem þetta mál hef­ur minnt á er að þjóðir ráði sjálf­ar yfir auðlind­um sín­um og nýti þær. Eins og Ísland og orku­mál­in. Það fer illa fyr­ir þjóðum sem missa yf­ir­ráð yfir auðlind­um sín­um,“ sagði Sig­mund­ur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þor­gerður Katrín sagði að það væri afar mik­il­vægt að virða regl­ur rétt­ar­rík­is­ins. Hún sagði að í þessu máli kæmi í ljós hversu mik­il­vægt sann­gjarnt og rétt­látt auðlinda­gjald væri. 

Þor­gerður vitnaði í ræðu Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, frá haust­fundi flokks­ins í gær og sagði að hann væri að vakna. Sig­urður Ingi sagði þá að mik­il­vægt væri að nýtt auðlinda­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem var í sam­ráðsgátt stjórn­valda fyrr á ár­inu, verði sett í stjórn­ar­skrána. 

Niðurstaðan til marks um „Trump-isma“

Eins og áður hef­ur komið fram mæl­ist Miðflokk­ur­inn með næst mest fylgi stjórn­mála­flokka í könn­un MMR. Sig­mund­ur Davíð þakkaði staðfestu flokks­ins það og sagði aðra flokka of mikið reyna að „bregðast við umræðu dags­ins“ eins og hann orðaði það.

Þor­gerður sagðist þokka­lega ánægð með niður­stöðuna og óskaði Sig­mundi til ham­ingju með niður­stöðuna. Hún sagði þetta áhuga­vert og til marks um ákveðinn „Trump-isma“ og líkti Sig­mundi við Don­ald Trump og Vikt­or Or­bán, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands.

Sig­mund­ur sagðist ekki kunna vel við svona „stimp­il-stjórn­mál“ og kvaðst kunna því illa þegar menn væru sagðir eins og þessi eða hinn. „Það finnst mér lé­legt,“ sagði Sig­mund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert