„Mikil gremja í fólki“

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur í dag kynnt kjarasamning …
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur í dag kynnt kjarasamning sem BÍ gerði við SA fyrir félagsmönnum. mbl.is/Hari

„Ég hef bara lagt þennan samning fram. Ég hef ekki mælt með honum og ég hef ekki mælt á móti honum,“ segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) í samtali við mbl.is.

Hjálmar hefur í dag ferðast milli vinnustaða Sýnar, RÚV, Fréttablaðsins og Árvakurs og kynnt kjarasamning sem BÍ skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins (SA) sl. föstudag.

„Fólk í félaginu þarf svo bara að taka afstöðu til hans, en það er mikil gremja klárlega.“

Hjálmar vill ekki tjá sig um það hvort hann telji líklegra að samningurinn verði samþykktur eða felldur.

Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun þriðjudaginn 26. nóvember 2019 frá klukkan 9-17 og segir Hjálmar að greint verði frá niðurstöðum síðar þann sama dag. 

„Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu á morgun og taka svo ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir hann.

Tekið skal fram að flest­ir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert