„Alltaf leiðinlegt þegar leiðir skilja“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er alltaf leiðin­legt þegar leiðir skilja. Þetta er ekki fyrsta reynsl­an mín af því og auðvitað virðir maður þær ákv­arðanir,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og for­sæt­is­ráðherra, við mbl.is um úr­sögn Andrés­ar Inga Jóns­son­ar úr þing­flokkn­um. 

„Hann skýr­ir það best sjálf­ur,“ seg­ir Katrín spurð hvað hafi komið til. Hún seg­ir ákvörðun­ina hafi komið sér á óvart og að þing­flokk­ur­inn hafi ekki búst við henni. Hins veg­ar lá fyr­ir andstaða hans við stjórn­ar­sam­starfið í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. „Mér finnst sam­starfið inn­an þing­flokks­ins hafa gengið vel þrátt fyr­ir þessa and­stöðu,“ seg­ir Katrín. 

Andrés grendi frá ákvörðun sinni í dag upp­hafi þing­fund­ar. Hann nefndi að ákvörðunin hafi verið tek­in vegna upp­safnaðra mála. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert