Andrés segir sig úr þingflokki VG

Andrés Ingi Jónsson.
Andrés Ingi Jónsson. mbl.is/Hari

Andrés Ingi Jóns­son hef­ur sagt sig úr þing­flokki Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Frá þessu var greint við upp­haf þing­fund­ar nú síðdeg­is.

Las þing­for­seti þar upp úr bréfi sem Andrés sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni þing­for­seta. Kom þar fram að Andrés Ingi, sem hef­ur verið 9. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður,  hafi sagt sig úr þing­flokk­in­um og muni eft­ir­leiðis starfa utan þing­flokka.

Andrés Ingi birti á sama tíma færslu á Face­book-síðu sinni þar sem hann rifjar upp aðdrag­anda þess að flokks­ráð VG samþykkti nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf. 

Það sam­starf hafi verið áskor­un eins og við hafi verið að bú­ast, þó all­ir hafi lagt sig fram um að vinna sem best sam­an.

„Það hafa á þessu tíma safn­ast upp dæmi sem mér þykja til marks um það sem ég óttaðist í upp­hafi: að Vinstri græn ættu sí­fellt erfiðar með að veita sam­starfs­flokk­un­um mót­spyrnu og stjórn­ar­sam­starfið færðist enn fjær því sem flokk­ur­inn ætti að standa fyr­ir,“ seg­ir Andrés Ingi í færslu sinni.

„Vissu­lega höf­um við náð ár­angri en oft hafa mála­miðlan­ir fallið fjarri okk­ar hug­sjón­um, eins og birt­ist til að mynda í stjórn­ar­frum­varpi um út­lend­inga á liðnu vori. Aðkallandi aðgerðir til að sporna við ham­fara­hlýn­un hafa ekki gengið jafn langt og ég tel nauðsyn­legt og sjálfsagt í rík­is­stjórn und­ir for­ystu grænn­ar hreyf­ing­ar.“

Und­an­far­in tvö ár hafi hann upp­lifað að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hefti sig í „að vinna af full­um krafti fyr­ir þeim hug­sjón­um“ sem hann hafi verið kos­inn  fyr­ir.  „Nú er svo komið að ég tel full­reynt að ég geti sinnt þing­störf­um eft­ir sam­visku minni og sann­fær­ingu við nú­ver­andi aðstæður,“ seg­ir Andrés Ingi og kveðst hafa kvatt fé­laga sína í þing­flokki VG nú síðdeg­is og þakkað þeim sam­fylgd­ina.

Í orðsend­ingu sem þing­flokk­ur VG sendi frá sér seg­ir að þing­flokk­ur­inn þakki­Andrési Inga sam­starfið und­an­far­in ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert