Á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS

Sam­herji á ekki og hef­ur aldrei átt fé­lagið Cape Cod FS og hef­ur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á því.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu, þar sem vísað er í frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar og Rík­is­út­varps­ins um að Sam­herji hafi átt fé­lagið Cape Cod FS og að JPC Ship­mana­gement, sem veitti fé­lög­um Sam­herja þjón­ustu, hafi „leppað“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyr­ir Sam­herja.

Fyr­ir­tækið bend­ir á ekk­ert í rann­sókn lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein í Nor­egi, sem það réð til að aðstoða við rann­sókn á ásök­un­um vegna starf­sem­inn­ar í Namib­íu, bendi til hins gagn­stæða.

Sett var í for­gang að yf­ir­fara greiðslur til fé­lags­ins Cape Cod FS.

„Cape Cod FS var í eigu JPC Ship­mana­gement sem þjón­ustaði fé­lög tengd Sam­herja um mönn­un á skip­um í rekstri sam­stæðunn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra fé­laga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóðavísu. Bæði Stund­in og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ón­ir doll­ara hafi farið í gegn­um Cape Cod FS vegna starf­sem­inn­ar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ón­ir doll­ara voru greidd­ar til fé­lags­ins vegna starf­sem­inn­ar í Namib­íu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Í ís­lensk­um fjöl­miðlum hef­ur verið full­yrt að greiðslurn­ar í gegn­um Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namib­íu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namib­ísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsluna vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ing­ar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­meðlims ásamt af­riti af vega­bréfi hans til namib­ísks viðskipta­banka sem áfram­send­ir upp­lýs­ing­arn­ar til Seðlabanka Namib­íu. Til þess að tryggja að all­ir áhafn­ar­meðlim­ir fengju rétt­ar fjár­hæðir greidd­ar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðslurn­ar yf­ir­farn­ar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni fé­lags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru innt­ar af hendi,“ seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni.

„Þær fjár­hæðir sem fóru í gegn­um Cape Cod FS voru yf­ir­farn­ar. Rann­sókn­in leiddi í ljós að greiðslurn­ar voru í sam­ræmi við það sem tíðkaðist á markaði. Um var að ræða um­fangs­mikla út­gerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegn­um fé­lagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil.“

 „Þær ásak­an­ir sem sett­ar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til fé­lags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlutaðeig­andi stjórn­völd­um all­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í til­kynn­ing­unni.

Þar kem­ur fram að þess sé vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eft­ir at­vik­um aðrir fjöl­miðlar leiðrétti rang­an frétta­flutn­ing um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert