Fráleitar ásakanir Samherja um ósannindi

Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu.
Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Full­yrðing­ar Sam­herja í til­kynn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins síðustu daga um meint­ar rang­færsl­ur RÚV eiga ekki við rök að styðjast og kalla ekki á leiðrétt­ingu eins og fyr­ir­tækið hef­ur kraf­ist.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik.

Þar seg­ir að vegna til­kynn­ing­ar frá Sam­herja í dag um fé­lagið Cape Cod FS og meint­ar rang­færsl­ur RÚV í um­fjöll­un Kveiks sé til­efni til að árétta nokkr­ar staðreynd­ir.

„Í um­fjöll­un Kveiks hef­ur aldrei verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið Cape Cod FS á Mars­hall-eyj­um. Hið rétta er að Kveik­ur sagði frá því að Sam­herji notaði fé­lagið og að starfsmaður út­gerðar­inn­ar hafi haft prókúru á  reikn­ing­um þess í norska bank­an­um DNB,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni þar sem vísað er í um­fjöll­un Kveiks þess efn­is og bent á að hún sé byggð á gögn­um sem Wiki­Leaks birti á þriðju­dag og aðrir miðlar hafa unnið frétt­ir upp úr.

Einnig er minnst á frétta­til­kynn­ingu Sam­herja frá 26. nóv­em­ber und­ir fyr­ir­sögn­inni „Upp­spuni í Rík­is­út­varp­inu“ og nefnt að um­mæli frétta­manns­ins Helga Selj­an um störf sem hafi tap­ast í Namib­íu séu bein til­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herja­málið frá 12. nóv­em­ber. Þar grein­ir Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja, frá þúsund störf­um sem hafi tap­ast en heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­sögn, þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla.

Til­raun til að af­vega­leiða umræðuna

„Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­manns­ins um ósann­indi eru frá­leit­ar. Virðast í raun snú­ast um til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­vega­leiða umræðuna með því að vega per­sónu­lega að frétta­mann­in­um og draga úr trú­verðug­leika hans. Og líta al­farið fram hjá þeim upp­lýs­ing­um og gögn­um sem komu fram í þætti Kveiks 12.nóv­em­ber og um­mæli hans byggj­ast á,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni, þar sem einnig er nefnt að Sam­herji hafi margít­rekað hafnað viðtali við Kveik.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

„Vegna frétta­til­kynn­ing­ar Sam­herja í dag um fé­lagið Cape Cod FS og meint­ar rang­færsl­ur Rík­is­út­varps­ins í um­fjöll­un Kveiks er til­efni til að árétta nokkr­ar staðreynd­ir. Í um­fjöll­un Kveiks hef­ur aldrei verið full­yrt að Sam­herji eigi eða hafi átt fé­lagið Cape Cod FS á Mars­hall-eyj­um. Hið rétta er að Kveik­ur sagði frá því að Sam­herji notaði fé­lagið og að starfsmaður út­gerðinn­ar hafi haft prókúru á  reikn­ing­um þess í norska bank­an­um DNB. Í um­fjöll­un Kveiks sagði orðrétt: 

,,Skoðun DNB á reikn­ing­um sem bank­inn taldi víst að væru tengd­ir Sam­herja og tóku meðal ann­ars til fé­lags­ins JPC Ship­mana­gement sem sá um ráðning­ar­samn­inga starfs­manna á skip­um fé­lags­ins víða um heim. Það var sagt móður­fé­lag ann­ars fé­lags, Cape Cod Fs, á Mars­hall-eyj­um, sem DNB taldi raun­ar í eigu Sam­herja. Enda hafði starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins verið meðal prókúru­hafa reikn­ings­ins og stofn­andi.“

Þessi atriði eru byggð á gögn­um sem Wiki­Leaks birti á þriðju­dag og ýms­ir miðlar, þar á meðal RÚV og NRK, hafa unnið frétt­ir upp úr. 

Hvað varðar frétta­til­kynn­ingu Sam­herja frá 26. nóvemer sl. und­ir fyr­ir­sögn­inni ,,Upp­spuni í Rík­is­út­varp­inu“ skal það áréttað að um­mæli Helga Selj­an frétta­manns Kveiks um störf sem hafi tap­ast í Wal­vis Bay í Namib­íu eru bein til­vitn­un í þátt Kveiks um Sam­herja­málið þann 12.nóv­em­ber sl. Í þætt­in­um er að finna frá­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja um þau þúsund störf sem hafi tap­ast og aðrar heim­ild­ir Kveiks styðja þá frá­sögn. Þar á meðal skrif namib­ískra fjöl­miðla. 

Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­manns­ins um ósann­indi eru frá­leit­ar. Virðast í raun snú­ast um til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­vega­leiða umræðuna með því að vega per­sónu­lega að frétta­mann­in­um og draga úr trú­verðug­leika hans. Og líta al­farið fram hjá þeim upp­lýs­ing­um og gögn­um sem komu fram í þætti Kveiks 12. nóv­em­ber og um­mæli hans byggj­ast á. 

Full­yrðing­ar Sam­herja í til­kynn­ing­um fyr­ir­tæk­is­ins síðustu daga um meint­ar rang­færsl­ur RÚV eiga ekki við rök að styðjast og kalla ekki á leiðrétt­ingu eins og fyr­ir­tækið hef­ur kraf­ist.

Þar sem Sam­herji hef­ur margít­rekað hafnað viðtali við Kveik um efn­is­atriði máls­ins hef­ur hins veg­ar ekki reynst unnt að fá svör við fjöl­mörg­um spurn­ing­um. 

F.h. rit­stjórn­ar Kveiks, 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert