Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið fyrirtækið af lífi

Í tilkynningu Joy segir að eigendur hafi á mánudag, 25. …
Í tilkynningu Joy segir að eigendur hafi á mánudag, 25. nóvember, ákveðið að loka staðnum í óákveðinn tíma. Vonast sé til að hægt verði að opna aftur þegar daginn fari að lengja, en veitingarekstur sé snúinn í Vestmannaeyjum yfir vetrartímann. mbl.is/Árni Sæberg

Veit­ingastaður­inn Joy seg­ir um­hugs­un­ar­vert að op­in­ber eft­ir­litsaðili sendi frá sér gögn til þriðja aðila áður en tíma­frest­ur eig­enda til svara um úr­bæt­ur sé út­runn­inn. Hann sak­ar Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­lands um að taka fyr­ir­tækið af lífi op­in­ber­lega, á vill­andi hátt.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Joy á Face­book, en fjallað var um í Morg­un­blaðinu í gær að heil­brigðis­eft­ir­litið hefði til­kynnt veit­ingastaðnum, sem staðsett­ur er í Vest­manna­eyj­um, að starfs­leyfi fyr­ir­tæk­is­ins yrði aft­ur­kallað næst­kom­andi föstu­dag, ef þá hefðu ekki verið gerðar út­bæt­ur á aðstöðu fyr­ir­tæk­is­ins og starf­semi.

Í til­kynn­ingu Joy seg­ir að eig­end­ur hafi á mánu­dag, 25. nóv­em­ber, ákveðið að loka staðnum í óákveðinn tíma. Von­ast sé til að hægt verði að opna aft­ur þegar dag­inn fari að lengja, en veit­ing­a­rekst­ur sé snú­inn í Vest­manna­eyj­um yfir vetr­ar­tím­ann.

At­huga­semd­ir snúið að gól­f­efni og máln­ingu á hill­um

Veit­ingastaður­inn hafi vissu­lega fengið ít­rekaðar at­huga­semd­ir frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Suður­lands, en þær snúi ekki að þeim vör­um sem þar eru seld­ar eða hrein­læti tengdri fram­leiðslu á mat­væl­um. 

At­huga­semd­irn­ar snúa helst að gól­f­efni í sal, máln­ingu á hill­um og veggj­um á þurrla­ger og að dag­legri skrán­ingu á þrif­um og hita­stigi í kæl­um hafi verið ábóta­vant. Stefn­an var vissu­lega að taka til­lit til at­huga­semda eft­ir­litsaðila á meðan lok­un væri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert