Kaupmáttur aukist mikið þrátt fyrir minni hækkun launa

Vísi­tala launa hækkaði um 0,54% á milli sept­em­ber og októ­ber sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Íslands en síðustu tólf mánuði hef­ur launa­vísi­tal­an hækkað um 4,2%. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

Þar seg­ir enn frem­ur að frá því í júní hafi árs­breyt­ing launa­vísi­töl­unn­ar verið föst í 4,2-4,3% og hafi ekki verið svo lít­il frá því í byrj­un árs 2011. Síðustu ár hafi vísi­tal­an fyrst og fremst hækkað mikið þá mánuði þegar áfanga­hækk­an­ir vegna kjara­samn­inga hafa komið til. Hins veg­ar hafi tals­vert dregið úr þeim síðustu ár.

Þá seg­ir að kaup­mátt­ur launa hafi hins veg­ar auk­ist mikið þrátt fyr­ir að hækk­un­ar­takt­ur launa hafi lækkað og þannig verið rúm­lega 17% meiri í októ­ber en í árs­lok 2015. Frá byrj­un árs 2015 hafi kaup­mátt­ur launa auk­ist um rúm 26%.

Að lok­um seg­ir að ekki sjá­ist merki launa­skriðs eins og staðan sé í dag sem oft hafi gerst í sög­unni. Útlit sé fyr­ir að mark­mið lífs­kjara­samn­ing­anna hald­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka