Stofna félag vegna óánægju með stefnu

Valhöll
Valhöll mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er fremur stór hópur fólks sem kemur að þessu verkefni en ástæður þess að menn vilja leggja upp í þessa vegferð eru jafn misjafnar og við erum mörg. Grunntónninn er þó sá að við erum ekki ánægð með hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir og það sést vel í skoðanakönnunum hvernig fylgið virðist vera að fara.“

Þetta segir Ólafur Hannesson í Morgunblaðinnu í dag, en hann er einn þeirra sem standa að stofnun Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál. Stofnfundur félagsins verður haldinn næstkomandi sunnudag, 1. desember, í Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík.

Ólafur segir markmið félagsins vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingum, grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálst og fullvalda Ísland.

„Þessi hópur ber hlýjan hug til flokksins og þykir vænt um land og þjóð. Með þessu viljum við reyna að halda utan um þann hóp flokksmanna sem um þessar mundir eru að íhuga að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert