Styrkir til fjölmiðla lækki

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Nái nýtt fjöl­miðlafrum­varp Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, fram að ganga, verða styrk­ir til einka­rek­inna fjöl­miðla um fjórðungi lægri en gert var ráð fyr­ir í fyrra frum­varpi. 

Greint er frá þessu á ruv.is og þar seg­ir að frum­varpið hafi verið kynnt þing­flokk­un­um í gær.

Í fyrra frum­varp­inu var gert ráð fyr­ir því að fjöl­miðlar fengju 25% af launa­kostnaði sín­um við rekst­ur rit­stjórn­ar end­ur­greidd­an úr rík­is­sjóði og að há­mark þeirr­ar end­ur­greiðslu yrði 50 millj­ón­ir á ári. Í frétt RÚV seg­ir að í nýja frum­varp­inu hafi þetta hlut­fall verið lækkað í 20% en að há­marks­end­ur­greiðslan sé áfram 50 millj­ón­ir.

Þá var í fyrra frum­varpi ákvæði um að veita mætti fjöl­miðlum viðbótar­end­ur­greiðslu upp á 5,15% af laun­um starfs­manna á rit­stjórn, en í nýja frum­varp­inu hef­ur þetta hlut­fall verið lækkað í 3%.

Á vef RÚV seg­ir að kostnaður rík­is­ins vegna þess­ara styrkja hafi í fyrra frum­varpi verið áætlaður 520 millj­ón­ir, en að hún lækki nú í 400 millj­ón­ir. Gert er ráð fyr­ir því að frum­varpið taki gildi um ára­mót­in og nái til rekstr­ar­árs­ins 2019.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert