RÚV hluti af vandanum

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins sam­mála um að staða RÚV á fjöl­miðlamarkaði skýri að hluta erfiða stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla.

Þetta kom fram í sjón­varps­frétt­um RÚV í kvöld.

„Mönn­um finnst dá­lítið eins og Rík­is­út­varpið fljóti um á vind­sæng með sólgler­augu meðan all­ir aðilar á einka­markaði eru að berj­ast í bökk­um. Og mönn­um finnst það vera hluti af vand­an­um sem við erum að horfa á,“ sagði Bjarni.

Frum­varpið enn til skoðunar

Frum­varp um stuðning til einka­rek­inna fjöl­miðla er til umræðu á Alþingi.

Spurður hvort frum­varpið verði samþykkt í nú­ver­andi mynd sagði Bjarni mál­in í skoðun.

„Við erum að ræða þetta. Það er ekk­ert upp­nám. Það er allt í eðli­leg­um far­vegi. Við erum bara að skoða málið,“ sagði Bjarni. 

Áætlað er að tekj­ur RÚV verði um 7 millj­arðar í ár. Þar af afl­ar RÚV um 2 millj­arða tekna með sölu aug­lýs­inga.

Upp­lýs­ing­ar um frum­varpið má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert