Sóley: VG sífellt litlausari

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er vont að sjá hvernig hreyf­ing­in sem ég einu sinni trúði að gæti breytt sam­fé­lag­inu til hins betra verður lit- og mátt­laus­ari með hverj­um deg­in­um,“ skrif­ar Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi VG, um þróun mála hjá VG.

Sól­ey lét þessi um­mæli falla á Face­book-síðu sinni. 

Til­efnið var úr­sögn Andrés­ar Inga Jóns­son­ar úr þing­flokki VG. Með því fór meiri­hluti rík­is­stjórn­ar­inn­ar úr 35 mönn­um í 34.

„Lík­lega ætti ég að að fagna þess­ari frétt, en gleðin er aðeins trega­bland­in. Það er vont að sjá hvernig hreyf­ing­in sem ég einu sinni trúði að gæti breytt sam­fé­lag­inu til hins betra verður lit- og mátt­laus­ari með hverj­um deg­in­um. Að því sögðu óska ég Andrési til ham­ingju með þessa hug­rökku og hár­réttu ákvörðun!“ skrifaði Sól­ey.

Óánægja með lofts­lags­stefn­una

Andrés Ingi vék meðal ann­ars að lofts­lags­mál­un­um er hann skýrði úr­sögn sína á Face­book-síðu sinni.

„Aðkallandi aðgerðir til að sporna við ham­fara­hlýn­un hafa ekki gengið jafn langt og ég tel nauðsyn­legt og sjálfsagt í rík­is­stjórn und­ir for­ystu grænn­ar hreyf­ing­ar. Síðastliðin tvö ár hef ég upp­lifað að sam­starfið hefti mig í að vinna af full­um krafti fyr­ir þeim hug­sjón­um sem ég var kos­inn fyr­ir,“ skrifaði hann m.a.

Rætt er við Guðmund Inga Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag. Þar bregst hann við gagn­rýni á fyr­ir­hugaða aukn­ingu í farþega­flugi til og frá land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert