Spá 10 stiga hita í Reykjavík

Veður fer hlýnandi á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.
Veður fer hlýnandi á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. mbl.is/​Hari

Hlýindi eru fram undan í Reykjavík. Þannig spáir Veðurstofan allt að 10 stiga hita á mánudaginn kemur. Það eru töluverðar hitabreytingar á skömmum tíma.

Á miðvikudagskvöld er því spáð að hitinn verði um 2 gráður á Celsíus. Sama dag gæti hitinn farið niður að frostmarki og snjóað.

Óvenjuhlýtt var í desember 2018 og var hiti vel yfir meðallagi í öllum landshlutum, samkvæmt greiningu á vef Veðurstofunnar.

„Meðalhiti í Reykjavík í desember var 2,7 stig og er það 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 2,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,6 stig, 2,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 1,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,8 stig og 3,0 stig á Höfn í Hornafirði,“ sagði þar m.a.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert