Engar „stórkostlegar breytingar í frjálsræðisátt“

Sigurður Konráðsson,prófessor og nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Sigurður Konráðsson,prófessor og nefndarmaður í mannanafnanefnd. mbl.is/Árni Sæberg

Nefnd­armaður í manna­nafna­nefnd seg­ist ekki sjá nein rök fyr­ir því að nú­ver­andi manna­nafna­lög séu úr­elt. Tel­ur hann áform dóms­málaráðherra um breyt­ing­ar á lög­un­um ekki vera stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar í frjáls­ræðisátt. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra hef­ur lagt fram til kynn­ing­ar drög að frum­varpi til laga um manna­nafna­nöfn, sem hef­ur það mark­mið að rýmka heim­ild­ir til skrán­ing­ar nafna og kenni­nafna. 

Í sam­tali við RÚV sagði Áslaug nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag vera úr­elt og skerða frelsi ein­stak­linga. 

Sig­urður Kon­ráðsson, nefnd­armaður í manna­nafna­nefnd og pró­fess­or í ís­lensku máli við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það verði að koma í ljós í hvaða breyt­ing­ar verði farið ná­kvæm­lega. Um­rædd­ar til­lög­ur séu ekki þær fyrstu sem fram hafi komið um breyt­ing­ar á manna­nafna­lög­um. 

„Þetta er nátt­úru­lega fyr­ir­hugað ennþá og það eru ein­hverj­ar hug­mynd­ir komn­ar fram, svona frek­ar óljós­ar, sem er kannski eðli­legt á þessu stigi. Það er í sjálfu sér ágætt að hafa skýr lög um þetta. Við höf­um stund­um sagt í manna­nafna­nefnd að við störf­um bara eft­ir lög­um sem eru samþykkt af Alþingi,“ seg­ir Sig­urður. 

Tel­ur nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag ekki úr­elt

Sig­urður seg­ist ekki vera sam­mála því að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sé úr­elt. 

„Ég sé nú eng­in sér­stök rök fyr­ir því að það sé úr­elt að hafa þetta svona. Sam­kvæmt þess­um hug­mynd­um í sam­ráðsgátt­inni verða ennþá tak­mark­an­ir á því hvaða nöfn­um maður get­ur gefið börn­um sín­um eða sjálf­um sér eft­ir at­vik­um. Ég get nú ekki séð að það sé ein­hver stór­kost­leg breyt­ing í frjáls­ræðisátt, ef maður hefði ætlað að hugsa sér það þá ætti bara að hafa þetta al­frjálst,“ seg­ir Sig­urður. 

Sam­kvæmt til­lög­um dóms­málaráðherra mun Þjóðskrá Íslands taka ákvörðun um heim­ild til skrán­ing­ar nýrra nafna í stað manna­nafna­nefnd­ar. Sig­urður tel­ur lík­legt að und­ir þeim kring­um­stæðum myndi Þjóðskrá lík­lega þurfa að leita eft­ir sér­fræðiáliti. Hann seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að það séu mjög fá og af­mörkuð til­vik sem komi fyr­ir manna­nafna­nefnd og að í þeim til­vik­um sé þörf á sér­fræðiþekk­ingu í ís­lensku. 

Aðspurður hvað sér finn­ist um að manna­nöfn verði und­an­skil­in ís­lenskri staf­setn­ingu, seg­ir Sig­urður það lík­lega til þess fallið að flækja hlut­ina að óþörfu. 

„Ég sé nú ekki annað en að það eigi í meg­in­at­riðum ekki við góð rök að styðjast. Ég held að það sé röng áhersla. Jafn­vel þó að við miðum bara við okk­ar lat­neska staf­róf eru til gríðarlega marg­ar út­gáf­ur af bók­stöf­um víða um heim og ef við ætluðum að fara nota það allt sam­an yrði það bara til þess að rugla okk­ur og gera staf­setn­ing­una miklu erfiðari. Sem er al­veg ástæðulaust.“

Manna­nafnasiður­inn hluti af ís­lenskri tungu

Þá seg­ir Sig­urður að það skjóti að ein­hverju leyti skökku við að manna­nöfn verði und­an­skil­in ís­lenskri staf­setn­ingu, þegar stjórn­völd leggi mikið upp úr því að standa vörð um ís­lenska tungu. 

„Ég get nú ekki séð það að þetta fari sam­an. Manna­nafnasiður­inn og manna­nafna­forðinn eru auðvitað hluti af ís­lenskri tungu og eins að manna­nöfn­in beygj­ast á ákveðinn hátt eins og önn­ur sér­nöfn og önn­ur nafn­orð og fall­orð. Mér finnst þetta fara al­gjör­lega þvert á þær hug­mynd­ir og ég trúi ekki öðru en að mennta­málaráðherra sé ekk­ert alltof ánægður með þess­ar hug­mynd­ir,“ seg­ir Sig­urður. 

Drög að frum­varpi dóms­málaráðherra eru nú í sam­ráðsgátt og renn­ur um­sagn­ar­frest­ur út 13. des­em­ber. Sig­urður seg­ist gera ráð fyr­ir því að manna­nafna­nefnd skili inn um­sögn. 

„Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem það koma fram hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á manna­nafna­lög­um. Við höf­um nú æv­in­lega skrifað um­sagn­ir og rætt við þá nefnd Alþing­is sem hef­ur með þetta að gera hverju sinni og ég á nú ekki von á því að það verði breyt­ing á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert