Hlutfall hjólandi jókst um 1%

Hjólað úr vinnu Hjólastígar hafa verið byggðir upp víða á …
Hjólað úr vinnu Hjólastígar hafa verið byggðir upp víða á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum. mbl.is/​Hari

Fram kom í máli Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra á borg­ar­a­fundi um lofts­lags­mál hjá RÚV um dag­inn að hlut­fall hjól­reiða í sam­göng­um í borg­inni hefði auk­ist í 7%. Það væri mik­il aukn­ing á fáum árum.

Tal­an var sótt í ferðavenju­könn­un Gallup sem fram­kvæmd var í októ­ber til nóv­em­ber 2017. Til sam­an­b­urðar var hlut­fallið inn­an við 1% í sömu könn­un 2002, 5% árið 2011 og 6% árið 2014. Það jókst því um 1% í borg­inni milli ferðavenjuk­ann­ana árin 2014 og 2017.

Hrafn­kell Á. Proppé, svæðis­skipu­lags­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH), seg­ir aðspurður þetta vera mark­tæka aukn­ingu á hlut­falli hjól­reiða í sam­göng­um.

Mik­ill mun­ur frá fyrri árum

„Það má sjá fleiri hjólandi en fyr­ir fimm árum. Ég hef hjólað reglu­lega frá því ég kom frá Dan­mörku 2008 og finn mik­inn mun. Það er góð sam­svör­un milli til­finn­ing­ar­inn­ar og þess­ara niðurstaðna,“ seg­ir Hrafn­kell í Morg­un­blaðinu í dag um þró­un­ina síðustu ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert