Bæjarfulltrúar hafi vegið gróflega að skólafólki

Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnaness telja meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúa …
Kennarar og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnaness telja meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúa Viðreisnar/Neslistans hafa vegið gróflega að heilindum sínum, fagmennsku og starfsheiðri. mbl.is/Golli

„Stjórn­end­ur og kenn­ar­ar Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness lýsa vanþókn­un á þeim um­mæl­um og vinnu­brögðum, meiri­hlut­ans og Viðreisn­ar/​Neslist­ans, sem fram komu í beinni út­send­ingu frá bæj­ar­stjórn­ar­fundi 27. nóv­em­ber síðastliðinn. Þar var gróf­lega vegið að heil­ind­um, fag­mennsku og starfs­heiðri stjórn­enda og kenn­ara skól­ans.“

Svo seg­ir í álykt­un fund­ar sem kenn­ar­ar skól­ans héldu í dag á skóla­safni Val­húsa­skóla, en kenn­ar­ar í Val­húsa­skóla felldu niður kennslu í 7.-10. bekk skól­ans í dag vegna óánægju með fram­göngu kjör­inna full­trúa og þeirra orða sem þeir hafa látið falla op­in­ber­lega um náms­mat skól­ans.

„Stjórn­end­ur og kenn­ar­ar Grunn­skóla Seltjarn­ar­ness hafa alltaf verið til­bún­ir til að vinna með fag­lega gagn­rýni. Þær full­yrðing­ar sem fram komu á fund­in­um og í fund­ar­gerð hafa þann eina til­gang að grafa und­an skóla­starfi og trausti til skóla­sam­fé­lags­ins,“ segja kenn­ar­ar og stjórn­end­ur í álykt­un sinni, sem send var á fjöl­miðla fyr­ir skemmstu.

Mbl.is hef­ur í dag reynt að ná í Ásgerði Hall­dórs­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Seltjarn­ar­ness, vegna máls­ins, án ár­ang­urs. Þá hef­ur mbl.is ekki held­ur náð tali af stjórn­end­um Val­húsa­skóla eða for­manni skólaráðs bæj­ar­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert