„Ég held að Haraldur hafi lyft grettistaki í löggæslu“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir stofnun lögregluráðs jákvætt …
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir stofnun lögregluráðs jákvætt skref í löggæslumálum hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir stofn­un lög­regluráðs já­kvætt skref í lög­gæslu­mál­um hér á landi og tek­ur und­ir með Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra að ráðið muni tryggja að lög­regl­an myndi eina sam­henta heild og minnka þá tog­streitu sem hef­ur verið inn­an lög­regl­unn­ar.

Áslaug Arna kynnti nýtt lög­regluráð á blaðamanna­fundi í dag. Í því munu all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins sitja, auk rík­is­lög­reglu­stjóra, sem verður formaður ráðsins.

„Þetta er mjög góð hug­mynd og okk­ur líst mjög vel á þetta hjá LRH,“ seg­ir Sig­ríður Björk í sam­tali við mbl.is. 

Eðli­legt að reynsl­an nýt­ist áfram inn­an kerf­is­ins

Har­ald­ur Johann­essen læt­ur af störf­um sem rík­is­lög­reglu­stjóri eft­ir rúm 20 ár í embætti, eða frá því embætti rík­is­lög­reglu­stjóra var stofnað. „Ég held að Har­ald­ur hafi lyft grett­i­staki í lög­gæslu í land­inu og hann hef­ur eflt hana og byggt hana upp og gert frá­bæra hluti með rík­is­lög­reglu­stjóra­embættið. En svo er það bara þannig að sam­fé­lagið er að þró­ast mjög hratt og við þurf­um öll að mæta því,“ seg­ir Sig­ríður Björk um starfs­lok rík­is­lög­reglu­stjóra. Sig­ríður Björk er meðal átta lög­reglu­stjóra sem lýstu yfir van­trausti á Har­ald í haust. 

Har­ald­ur mun verða dóms­málaráðherra til ráðgjaf­ar varðandi mál­efni lög­regl­unn­ar í þrjá mánuði. Að því loknu tek­ur starfs­loka­samn­ing­ur við og fel­ur hann í sér að ráðherra geti leitað sér ráðgjaf­ar hans á fimmtán mánaða tíma­bili. Að því loknu fer rík­is­lög­reglu­stjóri á biðlaun.

Sig­ríður Björk seg­ist ekki þekkja starfs­loka­samn­ing­inn en hún tel­ur eðli­legt að reynsl­an sé nýtt áfram inn­an kerf­is­ins. „Það er mik­il­vægt að það sé sam­fella í lög­regl­unni og hvernig hún þró­ast.“ 

Kjart­an Þor­kels­son hef­ur verið skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri tíma­bundið en staðan verður lík­lega aug­lýst strax næstu helgi. Aðspurð hvort hún hafi leitt hug­ann að því að sækja um stöðu rík­is­lög­reglu­stjóra skell­ir Sig­ríður Björk upp úr og seg­ir ekki tíma­bært að hug­leiða það, en hún ít­rek­ar að hún sé mjög ánægð í starfi sínu sem lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Sam­starf lyk­il­hug­tak inn í framtíðina

Hug­mynd­ir voru uppi um að sam­eina þrjú lög­reglu­embætti; lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um, lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­lög­reglu­stjóra. Dóms­málaráðherra sagði á blaðamanna­fundi fyrr í dag að þær breyt­ing­ar væru enn til skoðunar. 

Sig­ríður Björk tel­ur að áður en sam­ein­ing embætta verði rædd frek­ar sé rétt að end­ur­meta hlut­verk rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég held að það sé fyrsta skrefið að vega og meta hvernig hlut­verk­in eiga að vera þarna og það er kannski það sem lög­reglu­stjór­arn­ir hafa verið að kvarta yfir, þeir vilja kom­ast að þessu borði og móta þjón­ust­una bet­ur gagn­vart al­menn­ingi. Við erum með fólkið í hönd­un­um.“ 

Lög­regluráð kem­ur að öll­um lík­ind­um fyrst sam­an fljót­lega eft­ir ára­mót en Sig­ríður Björk seg­ir að hún eigi eft­ir að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um starf­semi ráðsins. „Þetta hljóm­ar mjög vel og við telj­um að sam­starf sé lyk­il­hug­tak inn í framtíðina og þar þurfi að mæt­ast bæði reynsla og nýj­ar hug­mynd­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert