Íbúarnir eru orðnir 12 þúsund

Mosfellsbær stækkar jafnt og þétt að íbúafjölda.
Mosfellsbær stækkar jafnt og þétt að íbúafjölda. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúar Mosfellsbæjar urðu 12 þúsund talsins í nóvember. Með því hefur þeim fjölgað um 20% frá því sumarið 2017 en þá urðu þeir 10 þúsund.

Í Morgunblaðinu í dag segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, áætlað að íbúarnir verði orðnir um 12.700 talsins í lok næsta árs. Það yrði 48% fjölgun frá árinu 2010.

Hagkvæmt húsnæði á þátt í fjölgun íbúa í Mosfellsbæ. Ekki er óalgengt að fermetraverð nýbygginga í fjölbýli sé yfir 20% lægra en á þéttingarreitum í Reykjavík.

Haraldur segir bæjarfélagið hafa eflt fagsviðin og ráðist í mikla uppbyggingu innviða til að mæta íbúafjölguninni. Fjölgun skólabarna hafi kallað á nýja leikskóla og grunnskóla og bærinn tekið í notkun fjölnota knatthús á Varmá í haust.

Hann segir lagningu Sundabrautar myndu hafa mikil áhrif í bænum með því að dreifa betur umferðinni frá höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert