Kallaði Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, óskaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, …
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, óskaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, til hamingju með „nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans“. mbl.is/​Hari

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, sagði Dóru Björt Guðjóns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Pírata, vera „drullu­sokk“ og „skíta­dreifara“ á borg­ar­stjórn­ar­fundi sem staðið hef­ur yfir síðan klukk­an 10 í morg­un.  

Dóra Björt kvaddi sér hljóðs við umræður um fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2020 og gagn­rýndi hún meðal ann­ars for­gangs­röðun Sjálf­stæðis­flokks­ins í fjár­mál­um borg­ar­inn­ar á fyrri árum. 

Í andsvari sem Vig­dís veitti hóf hún mál sitt á að benda á að í fund­ar­sköp­um er heim­ilt að stoppa ræðumann ef mál­flutn­ing­ur fer úr hófi fram. „Hér hef­ur einn borg­ar­full­trúi meiri­hlut­ans tekið að sér að vera drullu­sokk­ur meiri­hlut­ans. Því það er al­veg sama hvað er til umræðu hér í borg­ar­stjórn­ar­saln­um, það er alltaf hraunað yfir flokk­ana, þá aðallega Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Vig­dís og benti á að nú væri líka hægt að drulla yfir Miðflokk­inn, áður en hún óskaði Dóru Björt til ham­ingju með „nafn­bót­ina að vera drullu­sokk­ur meiri­hlut­ans“. 

Dóra Björt koma þá aft­ur í pontu. „Hún vísaði í heim­ild til að stoppa ræðu ef ein­hver færi út fyr­ir vel­sæm­is­mörk. Hún stóð hér í pontu og kallaði mig drullu­sokk. Áhuga­vert, flott hjá þér Vig­dís,“ sagði Dóra Björt. 

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata.
Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata. mbl.is/​Hari

Vig­dís bað þá fund­ar­menn að rifja upp fyrri ræður Dóru Bjart­ar í borg­ar­stjórn. „Það þarf ekki annað en að sjá og heyra og lesa ræðurn­ar [til að sjá hverju] fólk hér inni þarf að sitja und­ir þegar hún er hér í ræðustól, þessi skíta­dreifari.“

Pawel Bartoszek, for­seti borg­ar­stjórn­ar, greip þá inn í og bað borg­ar­full­trúa um að gæta vel­sæm­is í orðavali sínu. 

Fund­ur borg­ar­stjórn­ar stend­ur enn yfir og fylgj­ast má með umræðum hér: 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert