Lögregluráð stofnað til að auka samráð embætta

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á vettvangi nýja lögregluráðsins verði …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á vettvangi nýja lögregluráðsins verði allar stærstu ákvarðanir sem þarf að taka ræddar, en einnig geti ráðið átt samráð um útboðsmál, færslu verkefna og fleira. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra kynnti nýtt lög­regluráð á blaðamanna­fundi í dag. Í því munu all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins sitja, auk rík­is­lög­reglu­stjóra, sem verður formaður ráðsins. Áslaug Arna seg­ir í sam­tali við mbl.is að hug­mynd­in hafi komið að utan, sér í lagi frá hinum Norður­lönd­un­um.

Hún seg­ir mark­miðið að efla sam­ráð og tryggja hæfni lög­regl­unn­ar til að tak­ast sam­eig­in­lega á við þær áskor­an­ir sem uppi eru hverju sinni – tryggja það að lög­regl­an í land­inu myndi eina sam­henta heild. Tel­ur Áslaug að stofn­un lög­regluráðsins verði til þess að minnka þá tog­streitu sem hef­ur verið inn­an lög­regl­unn­ar.

Áslaug seg­ir að á vett­vangi lög­regluráðsins, sem er form­leg­ur sam­ráðsvett­vang­ur, verði all­ar stærstu ákv­arðanir sem þarf að taka rædd­ar, en einnig geti ráðið átt sam­ráð um útboðsmál, færslu verk­efna og fleira. „Ég get líka sem ráðherra leitað til ráðsins og látið þau fjalla um ein­stök mál,“ sagði ráðherra við blaðamann eft­ir blaðamanna­fund­inn í Ráðherra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í dag.

Á fund­in­um kom fram að Kjart­an Þorkels­son yrði skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri tíma­bundið, en Har­ald­ur Johann­essen hætt­ir störf­um um ára­mót. Staðan verður von­andi aug­lýst strax næstu helgi, seg­ir Áslaug.

All­ar stærri ákv­arðanir fari fyr­ir ráðið

Í máli Áslaug­ar á blaðamanna­fund­in­um kom fram að ætl­un­in væri að rík­is­lög­reglu­stjóri myndi bera all­ar stærri ákv­arðanir und­ir lög­regluráðið. „Ég mun mæl­ast til þess að rík­is­lög­reglu­stjóri geri það með þess­um hætti, en auðvitað fer hann í umboði ráðherra með mál­efni lög­regl­unn­ar áfram. Það er óbreytt,“ seg­ir Áslaug. Það er því ekki þannig að umboð ráðherra til þess að fara með mál­efni lög­regl­unn­ar fær­ist til nýja lög­regluráðsins.

Lög­regluráðið verður ekki nán­ar form­fest í skipu­riti lög­regl­unn­ar til að byrja með, en Áslaug Arna seg­ir „mögu­legt“ að hún muni kynna laga­breyt­ing­ar í þá átt­ina á næsta ári.

„Það er ekki forgangsatriði að sameina embætti til þess að …
„Það er ekki for­gangs­atriði að sam­eina embætti til þess að sam­eina embætti. Ef það er til hags­bóta fyr­ir lög­reglu með ein­hverj­um hætti, að auka skil­virkni, nýta fjár­magn bet­ur eða annað slíkt, þá mun ég líta til þess og mun vinna að því ásamt nýj­um rík­is­lög­reglu­stjóra og nýju lög­regluráði,“ seg­ir Áslaug Arna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Áslaug seg­ir að ýms­ar hug­mynd­ir hafi verið uppi um hvað mætti gera til þess að leysa úr vanda lög­regl­unn­ar, sem blés út á haust­mánuðum og var mikið til umræðu í fjöl­miðlum, þar sem skot gengu á milli frá­far­andi rík­is­lög­reglu­stjóra og flestra starf­andi lög­reglu­stjóra í um­dæmun­um níu, hring­inn um landið. Lög­regluráðið er ætluð lausn á þess­um vanda og Áslaug seg­ist binda mikl­ar von­ir við að fyr­ir­komu­lagið reyn­ist vel.

„Þessi hug­mynd lagðist bæði vel í fólk og ég taldi að hún væri skil­virk og hægt væri að koma henni fljótt á og miðað við þau sam­töl sem ég hef átt við hlutaðeig­andi aðila bind ég mikl­ar von­ir við það,“ seg­ir Áslaug Arna.

Ekki að fara að sam­eina bara til að sam­eina

Að und­an­förnu hef­ur verið unnið að breyt­ing­um á skipu­lagi lög­gæslu­mála inn­an dóms­málaráðuneyt­is­ins. Áslaug Arna sagði í sam­tali við mbl.is fyr­ir um það bil mánuði að það kæmi til greina að sam­eina embætti rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­embætti höfuðborg­ar­svæðis­ins og Suður­nesja.

Fleiri slík­ar breyt­ing­ar hafa verið í umræðunni og til skoðunar hjá ráðuneyt­inu. Ekk­ert slíkt var þó kynnt í dag og sagði Áslaug Arna að það væri ekki tíma­bært.

„Það er ekki for­gangs­atriði að sam­eina embætti til þess að sam­eina embætti. Ef það er til hags­bóta fyr­ir lög­reglu með ein­hverj­um hætti, að auka skil­virkni, nýta fjár­magn bet­ur eða annað slíkt, þá mun ég líta til þess og mun vinna að því ásamt nýj­um rík­is­lög­reglu­stjóra og nýju lög­regluráði,“ seg­ir Áslaug Arna, en á blaðamanna­fund­in­um kynnti hún þó að skoðað verði að minnka tví­verknað inn­an lög­regl­unn­ar, meðal ann­ars hjá sam­kynja deild­um inn­an embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Áslaug seg­ir að lagt verði fyr­ir nýtt lög­regluráð að skoða þessi mál í upp­hafi nýs árs. „Við ætl­um að greina verk­efni rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins með nán­ari hætti og hvað sé mögu­legt kannski að færa yfir á önn­ur lög­reglu­um­dæmi. Það mun­um við skoða í sam­ráði við lög­regluráðið,“ seg­ir Áslaug.

Har­ald­ur til ráðgjaf­ar í eitt og hálft ár

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri sagði starfs­mönn­um embætt­is­ins frá því í morg­un að hann væri að hætta og greindi þeim einnig frá því að ráðherra hefði óskað eft­ir því að hann yrði til ráðgjaf­ar varðandi mál­efni lög­regl­unn­ar.

Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.
Har­ald­ur Johann­essen, frá­far­andi rík­is­lög­reglu­stjóri. mbl.is/​Hari

Áslaug seg­ir að frá ára­mót­um komi Har­ald­ur inn í dóms­málaráðuneytið í „sér­stök verk­efni“ í þrjá mánuði. Að því loknu tek­ur starfs­loka­samn­ing­ur við og seg­ir Áslaug þann samn­ing fela í sér að ráðherra geti leitað sér ráðgjaf­ar hans á fimmtán mánaða tíma­bili. Að því loknu fari rík­is­lög­reglu­stjóri á biðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert