Ormalyfi blandað í kókaín

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Vest­ur­landi fékk ný­lega niður­stöðu frá Rann­sókn­ar­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði frá Há­skóla Íslands sem efna­greindi fyr­ir hana hvítt duft, ætlað kókaín.

Efnið var tekið af ung­um manni sem hafði verið hand­tek­inn grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna, að því er seg­ir á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar.

Efna­próf bentu til þess að kókaínið væri að mestu í formi kókaínklóríðs en við grein­ing­una kom í ljós að efnið inni­hélt kókaín, laktósa, fena­setín og tetra­mí­sól.

Fena­setín er hita­lækk­andi og verkja­deyf­andi lyf sem er fyr­ir löngu hætt að nota hér á landi. Tetra­mí­sól er orma­lyf ætlað dýr­um. Þessi tvö lyf telj­ast ekki til áv­ana- og fíkni­efna en þau eru án efa ekki æski­leg inn­töku svo ekki sé talað um þegar búið er að blanda þessu í kókaín, seg­ir í til­kynn­ing­unni, þar sem einnig kem­ur fram að tölu­verð fjölg­un hafi verið í fíkni­efna­mál­um hjá embætt­inu.

„Það er ljóst að það er alls kyns „skít­ur“ til sölu hér á landi sem ein­hverj­ir eru til­bún­ir til þess að taka inn án þess að vera með fulla vissu um hvaða efni er um að ræða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert