Play hefur ekki greitt laun fyrir nóvembermánuð

Forsvarsmenn Play á blaðamannafundi 9. nóvember sl. Félagið hefur ekki …
Forsvarsmenn Play á blaðamannafundi 9. nóvember sl. Félagið hefur ekki greitt starfsmönnum laun fyrir nóvembermánuð. mbl.is/​Hari

Flugfélagið Play hefur ekki greitt út laun fyrir nóvembermánuð. Þetta staðfestir María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi fyrirtækisins í samtali við mbl.is, en DV greindi fyrst frá þessari stöðu og hafði eftir heimildum.

Blaðamaður heyrði af þessari stöðu snemma á mánudagsmorgun og hringdi þá í Maríu Margréti sem sagði að búist væri við því að laun þeirra tuga starfsmanna, sem vinna að því að koma flugfélaginu í loftið, yrðu greidd síðdegis þann sama dag.

„Við höfðum vonað að geta greitt launin á mánudaginn, en núna er ljóst að það verður örlítil töf á, á meðan er verið að ljúka við hlutafjársöfnunina. En það eru allir starfsmenn upplýstir um þetta og eru reiðubúnir til þess að halda áfram störfum og við viljum öll sjá flugfélagið verða að veruleika og vonumst til þess að geta lokið þessum málum sem fyrst,“ segir María í samtali við mbl.is í dag.

Hún segir að hlutafjársöfnun flugfélagsins gangi vel, en getur ekki tjáð sig um gang hennar í smáatriðum. Fréttir undanfarinna daga hafa bent til þess gagnstæða, en í Markaðnum í dag var greint frá því að stjórnendur Play hefðu boðist til að minnka hlutdeild sína í félaginu niður í 30% á móti 70% eignarhlut þeirra fjárfesta sem flugfélagið vill fá að borðinu með um 1,7 milljarða króna í hlutafé.

Fyrri áform gerðu ráð fyr­ir að fjár­fest­ar eignuðust helm­ings­hlut í Play fyr­ir hluta­fjár­fram­lag sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert