Útkoman er umhugsunarverð

Munur á árangri landshluta er verulegt áhyggjuefni, segir formaður Kennarasambands …
Munur á árangri landshluta er verulegt áhyggjuefni, segir formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Hari

Ragn­ar Þór Pét­urs­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, seg­ir um­hugs­un­ar­vert að á sama tíma og stjórn­völd hafi með marg­vís­leg­um aðgerðum reynt að efla lesskiln­ing ís­lenskra barna sé hann að dvína. 

„Síðustu ár hafa stjórn­völd lagt mikla áherslu á læsi og öll sveit­ar­fé­lög og grunn­skól­ar lands­ins tekið virk­an þátt í aðgerðunum. Þrátt fyr­ir það dal­ar læsi milli kann­ana á meðan við höld­um sjó í hinum grein­un­um sem ekki voru lagðar und­ir átak stjórn­valda. Útkom­an er því um­hugs­un­ar­verð,“ seg­ir Ragn­ar Þór Pét­urs­son.

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
Ragn­ar Þór Pét­urs­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ragn­ar Þór seg­ir já­kvætt að mennta­málaráðherra styðjist í aukn­um mæli við rann­sókn­ir þegar stefna stjórn­valda í skóla­mál­um er greind og mörkuð. „Svo virðist sem í ís­lensku mennta­kerfi séu að ein­hverju leyti lagðar aðrar áhersl­ur en tíðkast víða ann­ars staðar. Það virðist hafa það í för með sér að nem­end­ur fást oft við frek­ar yf­ir­borðskennda hæfni í stað dýpri.“

Ragn­ar vek­ur at­hygli á því að hjá OECD sé bent á að á Íslandi telj­ist þau stærðfræðidæmi þung sem nem­andinn eigi erfiðara með að skilja, þó að stærðfræðin á bak við dæmið sé ein­föld. Í þessu sam­bandi þurfi að skoða hvort minnk­andi mál­heim­ur ís­lensk­unn­ar sé skýr­ing.

„Á hinn bóg­inn reyn­ast okk­ar nem­end­ur eiga létt með ákveðin atriði sem al­mennt eru tal­in þung. Við erum rétt að gára yf­ir­borðið í þess­um ein­kenni­legu þver­sögn­um,“ seg­ir Ragn­ar Þór, sem kveðst hafa áhyggj­ur af meint­um vax­andi ójöfnuði í ís­lensku skóla­kerfi. Við séum í slæmri stöðu ef tæki­færi til mennt­un­ar séu í grund­vall­ar­atriðum ólík eft­ir fé­lags­leg­um bak­grunni eða þjóðfé­lags­stöðu. „Vax­andi kenn­ara­skort­ur og tak­mörkuð gæði í mennta­kerf­inu geta flýtt slíkri þróun ef við spyrn­um ekki fast við fót­um. Mun­ur á ár­angri lands­hluta er veru­legt áhyggju­efni. Hingað til höf­um við látið duga að hafa áhyggj­ur af mönn­un skól­anna yf­ir­leitt en til framtíðar litið þurf­um við að tryggja að sumt af okk­ar allra besta fólki fari til starfa úti á landi, sam­an­ber að börn þar koma lak­ar út í könn­un PISA en nem­end­ur í skól­um í Reykja­vík.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka