Ætla að birta pósta Jóhannesar

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

Samherji hyggst birta tölvupósta uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi stjórnanda Samherjafélaganna í Namibíu. Ekki verða þó birtir póstar sem snúa að persónulegum málefnum Jóhannesar, heldur eingöngu þeir sem snúa að starfi hans. Einnig verða birt önnur gögn. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, vildi ekki staðfesta við Fréttablaðið að póstarnir yrðu birtir. Hann segir það þó koma til greina að birta alla póstana. „Það kann alveg að vera. Ég hef ekki sjálfur litið á þessa tölvupósta en mér finnst það hljóta að koma til greina, ef það er eitthvað í þeim sem styður þá skoðun okkar að starfsemin hafi ekki verið eins og lýst hefur verið í þessum þáttum,“ segir Björgólfur.

Útgerðarfyr­ir­tækið Sam­herji seg­ist hafa látið kanna þau gögn sem Wiki­Leaks hef­ur birt um fé­lagið, en þar sé aðallega um að ræða mikið magn pósta úr póst­hólfi Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara. Sam­herji seg­ir að Jó­hann­es hafi hand­valið tölvu­pósta og aðeins af­hent um 42% af tölvu­póst­un­um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert