Sekúndubrot að klúðra málum

00:00
00:00

„Við höfðum hundruð millj­óna líf­efna á jörðinni og á sek­úndu­broti í jarðfræðilegu sam­hengi hef­ur okk­ur tek­ist að klúðra mál­um,“ sagði listamaður­inn Ólaf­ur Elías­son í viðtali Orra Pál Ormars­son blaðamann í Norður­slóðablaði Morg­un­blaðsins á dög­un­um. Búið er að opna sýn­ingu hans þar sem breyt­ing­ar á jökl­um lands­ins eru skoðaðar.  

Sýn­ing­in nefn­ist Bráðnun jökla 1999/​2019, og er í Hafn­ar­hús­inu. Þar má sjá mynd­ir sem Ólaf­ur tók af jökl­um hér­lend­is árið 1999 og svo aft­ur í sum­ar. Mun­ur­inn er í mörg­um til­fell­um ansi slá­andi eins og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði þar sem kíkt er á sýn­ing­una sem mun standa fram í byrj­un fe­brú­ar.

Búið er að setja upp glæsi­leg­an vef í tengsl­um við verk­efnið þar sem hægt er að opna skyggnu­sýn­ingu þar sem mynd­irn­ar eru born­ar sam­an á áhrifa­rík­an hátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka