Sekúndubrot að klúðra málum

„Við höfðum hundruð milljóna lífefna á jörðinni og á sekúndubroti í jarðfræðilegu samhengi hefur okkur tekist að klúðra málum,“ sagði listamaðurinn Ólafur Elíasson í viðtali Orra Pál Ormarsson blaðamann í Norðurslóðablaði Morgunblaðsins á dögunum. Búið er að opna sýningu hans þar sem breytingar á jöklum landsins eru skoðaðar.  

Sýningin nefnist Bráðnun jökla 1999/2019, og er í Hafnarhúsinu. Þar má sjá myndir sem Ólafur tók af jöklum hérlendis árið 1999 og svo aftur í sumar. Munurinn er í mörgum tilfellum ansi sláandi eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem kíkt er á sýninguna sem mun standa fram í byrjun febrúar.

Búið er að setja upp glæsilegan vef í tengslum við verkefnið þar sem hægt er að opna skyggnusýningu þar sem myndirnar eru bornar saman á áhrifaríkan hátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert