Biðlisti eftir lúxusíbúðum

Uppbygging á Hlíðarenda í Reykjavík.
Uppbygging á Hlíðarenda í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 200 manns hafa skráð sig á biðlista vegna forsölu nýrra íbúða í Arnarhlíð á Hlíðarenda. Hannes Steindórsson, fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, segir stefna í að um 300 manns muni hafa skráð sig í lok næstu viku.

Vel á annað hundrað íbúðir hafa selst á reitum E og F á Hlíðarenda síðan salan hófst síðasta sumar.

Að sögn Hannesar eru nýjustu íbúðirnar, sem eru á D-reit, í öðrum gæðaflokki en íbúðirnar sem komið hafa á markaðinn síðustu mánuði. Það birtist meðal annars í aukinni lofthæð, vönduðum innréttingum, granítplötum á baðherbergjum, rafmagni í gardínum, Miele-tækjum og frágangi og hönnun.

Þá hefur hátt hlutfall nýrra íbúða í Smárabyggð selst í ár, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert