Telur frumvarp andvana fætt

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sé flokknum þungt. Telur hann það andvana fætt í núverandi mynd og þá sérstaklega ljósi þess að ekki er rætt um stöðu RÚV ohf. á samkeppnismarkaði í frumvarpinu.

Telur hann þessa afstöðu sína vera ríkjandi innan flokksins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Málið er komið á dagskrá Alþingis.

„Þetta er ekki rétta leiðin til þess að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Sérstaklega þar sem á markaði er risi í RÚV og þetta gerir ekkert annað en það að skattgreiðendur greiða í beinhörðum peningum til einkamiðla. Ástandið mun engu að síður ekkert breytast í stóru myndinni. Tap fjölmiðla mun kannski fara úr 100 milljónum í 50 eða 30 milljónir t.a.m. en stóra málið er að rekstrarumhverfið er óeðlilegt. Ég held að ekki verði komist hjá því að takmarka mjög umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða bara að taka það af auglýsingamarkaði. Það kann að vera að það sé rétt að gera það í einhverjum skrefum en ég tel rétt að það fari af markaði að lokum með sína auglýsingadeild,“ segir Brynjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert