Bannað að láta kyrrstætt ökutæki ganga lengur en í örstutta stund

„Eins og flestir vita valda ökutæki í lausagangi heilsuspillandi mengun. …
„Eins og flestir vita valda ökutæki í lausagangi heilsuspillandi mengun. Færri vita e.t.v. að það er bannað að láta kyrrstætt ökutæki ganga lengur en í örstutta stund, nema sérstaklega standi á.“ mbl.is/Golli

Loftmengun hefur nokkrum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk undanfarið og hefur Umhverfisstofnun af því tilefni ákveðið að beina því til fólks að mikilvægt sé að menga ekki andrúmsloftið að óþörfu.

Eins og flestir vita valda ökutæki í lausagangi heilsuspillandi mengun. Færri vita e.t.v. að það er bannað að láta kyrrstætt ökutæki ganga lengur en í örstutta stund, nema sérstaklega standi á,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.

Þar er jafnframt vísað í grein 6.2 í  reglugerð nr. 788/1999 um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna: „Óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Regla þessi á ekki við um ökutæki lögreglu, slökkviliðs o.þ.h.“

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar segir að ökutæki í lausagangi losi mikið magn af loftmengandi efnum sem séu heilsuspillandi. 

Algengt er að sjá ökumenn sendiferðabíla afferma bílinn meðan hann er í gangi og að bílar eru skildir eftir í lausagangi við skóla þegar verið er að skutla börnum í og úr skóla. Ökumaðurinn sjálfur andar þá að sér mestu menguninni. Því er til mikils að vinna fyrir ökumanninn að draga úr mengun frá bílnum með því að hafa hann ekki í lausagangi, þar sem því verður við komið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: UST?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert