Runninn er út umsóknarfrestur um tvö embætti sóknarpresta þjóðkirkjunnar, við Glerárprestakall á Akureyri og Þorlákshafnarprestakall.
Um Glerárprestakall sóttu þrír: Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir.
Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju.
Sex umsóknir bárust um Þorlákshafnarprestakall: Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Haraldur Örn Gunnarsson, sr. Jónína Ólafsdóttir, sr. Sigríður Munda Jónsdóttir og Ægir Örn Sveinsson guðfræðingur.
Í Þorlákshafnarprestakalli eru tvær sóknir, Þorláks- og Hjallasókn í Ölfusi og Strandarsókn, með tæplega 1.800 íbúa og þrjár kirkjur.
Biskup Íslands mun veita embættin frá og með 1. febrúar 2020.
Þeir tveir prestar sem hafa gegnt þessum embættum láta nú af störfum fyrir aldurs sakir, þeir Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn og Gunnlaugur Garðarsson á Akureyri.
sisi@mbl.is