Búast má við rafmagnstruflunum í nótt

Starfsmenn RARIK, Rafal, Landsnets og björgunarsveitanna að hreinsa salta ísingu …
Starfsmenn RARIK, Rafal, Landsnets og björgunarsveitanna að hreinsa salta ísingu af tengivirkinu í aðveitustöðinni í Hrútatungu. Af vef Rarik

Bún­ar að vera trufl­an­ir á aðveitu­stöð á byggðarlínu í Hrúta­tungu en all­ir eru með raf­magn eins og er. Bú­ast má við áfram­hald­andi trufl­un­um og raf­magns­leysi í nótt á meðan tengi­virkið verður hreinsað. Einnig eru all­ir komn­ir með raf­magn á Vest­ur­landi eft­ir trufl­an­ir í tengi­virki í Gler­ár­skóg­um en þar má einnig bú­ast við raf­magns­leysi í nótt vegna vinnu við tengi­virki í Hrúta­tungu.

Svo til öll heim­ili á veitu­svæði RARIK eru kom­in með raf­magn. Marg­ir eru þó tengd­ir vara­aflsvél­um. Sum­ar­bú­staðir og heim­ili sem hafa verið rýmd gætu enn verið raf­magns­laus. Við vilj­um biðja not­end­ur sem eru tengd­ir vara­afli að spara raf­magn eins og kost­ur er.

RARIK mun þurfa að keyra vara­afl þangað til búið er að gera við flutn­ings­kerfi Landsnets. Enn er mikið af bil­un­um í dreifi­kerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lag­færa og bú­ast má við trufl­un­um á af­hend­ingu raf­magns á meðan þetta ástand var­ir. Einnig má bú­ast við mögu­leg­um skömmt­un­um á raf­magni þegar at­vinnu­lífið fer í gang eft­ir helg­ina.

Enn eru keyrðar vara­aflsvél­ar á Raufar­höfn, Þórs­höfn og Bakkaf­irði. Flest­ir á þessu svæði eru með raf­magn. Viðgerðir standa yfir á línu RARIK á Mel­rakka­sléttu og er bú­ist við að þeim ljúki í dag.

Tjör­nes:

Viðgerð er lokið á Tjör­nesi og komið er raf­magn á alla bæi.

Fnjóska­dal­ur:

Ein­hverj­ar bil­an­ir en þeir sem þurfa hafa vara­afl.

Grýtu­bakka­hrepp­ur:

Lína frá Nolli að Svein­bjarn­ar­gerði er öll niðri og vara­afl er keyrt þar sem þörf er á.

Árskógs­sand­ur:

Vegna bil­un­ar á Dal­vík­ur­línu er raf­magn nú tekið frá Rangár­völl­um sem veld­ur lágri spennu og lé­leg­um spenn­u­gæðum.

Hrís­ey:

Keyrt er á vara­afli vegna bil­un­ar á Dal­vík­ur­línu.

Svarfaðardal­ur:

All­ur Svarfaðardal­ur er kom­inn með raf­magn fyr­ir utan þrjár spennistöðvar þar sem ekki er föst bú­seta. Keyrt er á vara­afli frá Dal­vík.

33 kV lína frá Dal­vík til Árskógsands:

Lín­an er slit­in og mikið sliguð. Mik­ill halli er á staur­um.

Dal­vík:

Búið er að tengja til­tækt vara­afl á Dal­vík. Varðskipið Þór er að fram­leiða fyr­ir alla al­menna notk­un.

Siglu­fjörður:

Komið er raf­magn frá Skeiðsfoss­virkj­un, all­ir al­menn­ir not­end­ur með raf­magn.

Skaga­fjörður:

Raf­magn er komið á aust­an­verðan Skag­ann norður af Sel­nesi en áfram er unnið að viðgerð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert