Högg kom á kerfið þegar tengivirki datt út

Stór aðgerð var í Hrútatungu í nótt.
Stór aðgerð var í Hrútatungu í nótt. Ljósmynd/Landsnet

Rafmagn er komið aftur á í Skagafirði, þar með talið á Sauðárkróki og Hofsósi, eftir að rafmagnslaust varð þar að nýju snemma í morgun. 

Samkvæmt Steingrími Jónssyni, deild­ar­stjóra netrekst­urs hjá Rarik á Norður­landi, virðist hafa komið högg á kerfið þegar tengivirkið í Hrútatungu fór út í nótt sem hafi haft áhrif víðar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsneti kom fjöldi manns að stórri aðgerð í Hrútatungu í nótt þar sem unnið var að hreinsun á tengivirkinu. Undir morgun fór virkið hins vegar aftur út vegna seltu en er aftur komið í rekstur.

Svo til til öll heim­ili á veitu­svæði RARIK eru kom­in …
Svo til til öll heim­ili á veitu­svæði RARIK eru kom­in með raf­magn. Kort/Rarik/Samsýn

Enn er unnið að spennusetningu í Blöndudal og Svartadal en fyrir utan það eru svo til til öll heim­ili á veitu­svæði RARIK kom­in með raf­magn. Marg­ir eru þó tengd­ir vara­aflsvél­um. Sum­ar­bú­staðir og heim­ili sem hafa verið rýmd gætu enn verið raf­magns­laus. Rarik biður not­end­ur sem eru tengd­ir vara­afli að spara raf­magn eins og kost­ur er.

Fjöldi manns tók þátt í stórri aðgerð í Hrútatungu í …
Fjöldi manns tók þátt í stórri aðgerð í Hrútatungu í nótt. Ljósmynd/Landsnet

Rarik mun þurfa að keyra vara­afl þangað til búið er að gera við flutn­ings­kerfi Landsnets. Enn er mikið af bil­un­um í dreifi­kerf­inu sem taka mun nokkra daga að lag­færa og bú­ast má við trufl­un­um á af­hend­ingu raf­magns á meðan þetta ástand var­ir. Einnig má bú­ast við mögu­leg­um skömmt­un­um á raf­magni þegar at­vinnu­lífið fer í gang eft­ir helg­ina, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert