Kuldakast í Kórahverfi

Fjöldi íbúa í Kórahverfi tjáði sig um kuldann á Facebook …
Fjöldi íbúa í Kórahverfi tjáði sig um kuldann á Facebook um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Síðustu daga hef­ur verið kalt í hús­um í Kór­a­hverfi og er þar um að kenna skorti á vatni til upp­hit­un­ar. Íbúi í Kór­a­hverfi seg­ir að slíkt sé al­gengt ef hita­stig úti við fari und­ir mín­us 5 gráður.

Hef­ur vanda­málið farið versn­andi á síðustu þrem­ur árum en mikið hef­ur verið byggt í Kór­a­hverf­inu und­an­farið. Hverfið ligg­ur frem­ur hátt á höfuðborg­ar­svæðinu en upp­lýs­inga­full­trúi Veitna seg­ist ekki kann­ast við það að Kór­a­hverfið sé sér­stakt vanda­mála­svæði hvað þetta varðar. Þó finni íbú­ar í hverf­um sem liggi hátt oft­ar en ekki meira fyr­ir því þegar þrýst­ing­ur lækk­ar í kerf­inu.

Vanda­mál komu upp hjá Veit­um á laug­ar­dags­kvöld sem ollu því að þrýst­ing­ur í kerf­inu minnkaði, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta fyr­ir­bæri í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert