Horfið frá reiknileið í dómaravali

mbl.is/Hallur Már

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dómnefnd vegna umsækjenda um dómarastöðu við Hæstarétt viðhafa aðra nálgun en í Landsréttarmálinu. „Nálgunin er önnur en þegar nefndin skilaði af sér í Landsrétti og umsögnin er líka öðruvísi uppbyggð,“ segir Áslaug Arna.

Með því tekur hún undir sambærileg sjónarmið Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur dómnefndina hafa horfið frá áherslu á reiknilíkan sem kom við sögu við val á dómurum í Landsrétt.

Nefndin raðaði 33 umsækjendum um 15 dómarastöður við nýjan Landsrétt eftir hæfni með reikniformúlu. Nefndin virðist nú hafa horfið frá þeirri aðferðafræði. Þannig vísa nefndarmenn til gagnrýni umboðsmanns Alþingis á reikniaðferðina, ásamt því sem þeir telja sig ekki vera bundna af notkun hennar við fyrri störf, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert