Yfir 1.200 skjálftar frá því á sunnudag

Tíu jarðskjálft­ar á bil­inu 3 til 3,7 hafa mælst í …
Tíu jarðskjálft­ar á bil­inu 3 til 3,7 hafa mælst í Fagra­dals­fjalli og í grennd við Geir­fugla­dranga frá því á sunnudagsmorgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Yfir 1.200 jarðskjálftar hafa mælst í hrinu sem hófst á Reykjanesskaga á sunnudag. Tíu skjálftar hafa mælst 3 eða stærri. Aðeins hefur dregið úr stærð skjálftanna en í nótt mældist skjálfti 2,9 að stærð um 3,6 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. 

Tilkynningar um að skjálftar hafi fundist hafa borist Veðurstofunni frá byggð í grennd, t.d. Grindavík, Keflavík, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. 

Veðurstofan bendir á að jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert