Lagði til að Þórhildur yrði svipt réttindum

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði til að Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­kona Pírata, yrði tíma­bundið svipt rétt­ind­um sín­um á þingi Evr­ópuráðsins vegna álits for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is, byggðu á niður­stöðum siðanefnd­ar þings­ins, þess efn­is að hún hefði gerst brot­leg við siðaregl­ur Alþing­is.

Þetta stang­ast á við full­yrðing­ar Ásmund­ar í viðtali við Reykja­vík síðdeg­is á miðviku­dag. Þar var Ásmund­ur spurður hvort hann hefði kallað eft­ir að þingið myndi grípa til „ein­hverra aðgerða gegn henni“ og svaraði því neit­andi. Ein­ung­is hefði staðið til að vekja at­hygli á því að Þór­hild­ur Sunna hefði gerst brot­leg við siðaregl­ur.

Spurður út í þetta ósam­ræmi seg­ir Ásmund­ur ljóst að „ein­hver brengl­un“ hafi orðið í þessu hjá hon­um. „En ég nenni ekki að elta ólar við þetta þótt ég hafi mögu­lega farið fram úr mér.“

Ekki til­efni til aðgerða

Í svar­bréfi Li­lia­ne Pasquier, for­seta Evr­ópuráðsþings­ins, sem mbl.is hef­ur einnig und­ir hönd­um, seg­ir að þrátt fyr­ir úr­sk­urð siðanefnd­ar sé ekk­ert sem bendi til nokk­urs forms spill­ing­ar eða brota á regl­um Evr­ópuráðsþings­ins. Því hygg­ist for­set­inn ekki ætla að aðhaf­ast.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þór­hild­ur Sunna að hún hafi þegar talað op­in­skátt um úr­sk­urð for­sæt­is­nefnd­ar á vett­vangi Evr­ópuráðsþings­ins. „Ég sagði henni frá þess­ari tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi mínu þegar málið kom upp og hef talað um þetta á fund­um. En nú er í það minnsta form­lega búið að vekja at­hygli á þessu,“ seg­ir Þór­hild­ur og bæt­ir við að svipuð mál er varða tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi þing­manna hafi verið til umræðu í Evr­ópuráðsþing­inu í vet­ur.

Aðspurð seg­ist hún ekki sjá fram­hald á mál­inu á vett­vangi Evr­ópuráðsþings­ins. „Ég hef hins veg­ar óskað eft­ir því að þetta mál verði tekið upp á vett­vangi þing­flokks­formanna og for­sæt­is­nefnd­ar.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata.
Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­kona Pírata. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka