Heitavatnslaust í Vesturbænum

Frá viðgerð á Bústaðavegi.
Frá viðgerð á Bústaðavegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bil­un í einni af aðalæðum hita­veit­unn­ar í Reykja­vík er al­var­legri en svo að hægt sé að bíða með viðgerð fram á kvöld. Þess vegna er að verða heita­vatns­laust í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur þessa stund­ina.

Reikna má með heita­vatns­leysi fram á kvöld og jafn­vel fram á nótt­ina, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Veit­um.

Hér má sjá á hvaða svæði er heitavatnslaust.
Hér má sjá á hvaða svæði er heita­vatns­laust. Ljós­mynd/​Veit­ur

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyr­ir alla heita­vatns­krana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Ráðlegt að hafa glugga lokaða og úti­dyr ekki opn­ar leng­ur en þörf kref­ur til að koma í veg fyr­ir að það kólni.

Nú um há­degið upp­götvaðist bil­un í einni af aðalæðum hita­veitu Veitna í Reykja­vík. Bil­un­in er rétt við Bú­staðaveg í grennd við Vals­heim­ilið og eru veg­far­end­ur þar beðnir að sýna aðgát.

Starfs­fólk Veitna brást þegar við og reyndi að draga úr lek­an­um með það fyr­ir aug­um að gera við lögn­ina í nótt. Bil­un­in er hins­veg­ar al­var­legri og lek­inn úr lögn­inni meiri en að það sé hægt.

Æðin sem bilaði er ein af aðalæðum hita­veit­unn­ar, 50 sentí­metr­ar í þver­mál, en ástæða þess að vatns­leysi verður svo víðtækt við viðgerðina er að slökkva þarf á dælu­stöð hita­veit­unn­ar í Öskju­hlíð meðan á viðgerð stend­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert