„Töluverð vegalengd frá Öxarfirði til Namibíu“

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hyggst sitja áfram í embætti. Hann hef­ur sagt sig frá fjór­um mál­um er varða stjórn­sýslu­ákær­ur á hend­ur Sam­herja, sem varða þó ekki um­svif fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Rík­is­stjórn­in lagði til á fundi sín­um á föstu­dag að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, verði staðgeng­ill Kristjáns Þórs við meðferð mál­anna. 

Kristján Þór seg­ir ákvörðun sína um að segja sig frá mál­un­um fjór­um vegna van­hæf­is byggða á þeim for­send­um sem hann sett sér áður en hann sett­ist á ráðherra­stól. Þá seg­ir hann ákvörðun­ina í takt við það sem þekk­ist úr stjórn­mála­sög­unni.  

„Við þekkj­um dæmi þess að aðrir ráðherr­ar núna í þess­ari rík­is­stjórn og fyrri stjórn­um óska á stund­um eft­ir því að staðgengl­ar taki ákv­arðanir í ein­stök­um mál­um til þess að leyfa þeim að njóta vaf­ans við slíka ákvörðun,“ sagði Kristján Þór í þjóðmálaþátt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. 

Kristján Þór minnt­ist sér­stak­lega á um­mæli sín frá því í lok árs 2017. „Ég hét því [...] að þenn­an hátt myndi ég hafa á varðandi það ef ein­stök mál bær­ust upp á mitt borð sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og tengd­ust þessu fyr­ir­tæki, vegna bara fyrri sögu og tengsla, þá myndi ég hafa þann hátt­inn á að meta það í hvert sinn hæfi mitt til þess að taka ákv­arðanir í því,“ sagði hann.

Sem fyrr seg­ir tengj­ast kær­urn­ar ekki mál­efn­um Sam­herja í Namib­íu held­ur starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi, til að mynda vegna fyr­ir­hugaðrar tvö­föld­un­ar á fisk­eldi Sam­herja í Öxarf­irði. „Það er tölu­verð vega­lengd frá Öxarf­irði til Namib­íu,“ sagði Kristján. 

Ger­ir lítið úr spurn­ing­um um hæfi

Þá gerði hann lítið úr gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar á tengsl hans við Sam­herja og sagði að ekk­ert nýtt hefði í raun komið fram í mál­inu. 

„Það er ekk­ert nýtt varðandi hæfi mitt tengt Sam­herja frá ár­inu 2017 frá því ég gaf þessa yf­ir­lýs­ingu. Ég spyr hvar hafa þess­ar radd­ir verið all­an þann tíma. Það er ekk­ert nýtt í mál­inu, ekki nokk­ur skapaður hlut­ur,“ sagði Kristján Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert