Play stefnir á miðasölu í janúar

Stefnt er að því að hefja flugmiðasölu í næsta mánuði. …
Stefnt er að því að hefja flugmiðasölu í næsta mánuði. Enn liggur þó ekki fyrir hvenær félagið hefur flug. mbl.is/Hari

Stefnt er að því að miðasala flug­fé­lags­ins Play hefj­ist í janú­ar. Þetta staðfest­ir María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Play í sam­tali við mbl.is. Sex áfangastaðir eru fyr­ir­hugaðir hjá fé­lag­inu, Kaup­manna­höfn, Par­ís, Berlín, London, Alican­te og Teneri­fe. Seg­ist hún reikna með að miðasala hefj­ist á alla áfangastaði sam­tím­is, en hún geti þó ekki staðfest það.

Spurð hvenær ráðgert sé að fyrstu flug­in, sem hefja á sölu á í næsta mánuði, verði flog­in, seg­ir hún ekki tíma­bært að gefa það upp í augna­blik­inu, en ger­ir þó ráð fyr­ir að það verði með vor­inu. Vinna við flugáætl­un sé í gangi og ekki tíma­bært að gefa það út í augna­blik­inu. „En við birt­um all­ar upp­lýs­ing­ar um leið og það ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir hún.

Upp­haf­leg­ar áætlan­ir fé­lags­ins gerðu ráð fyr­ir að miðasala yrði haf­in fyr­ir lok nóv­em­ber­mánaðar. Spurð út í þær taf­ir seg­ir María að þær megi rekja til tafa á fjár­mögn­un. „Þetta tók aðeins meiri tíma en við höfðum von­ast til, eins og oft er með „start-up“ fyr­ir­tæki.“ Engu að síður gangi fjár­mögn­un vel, þótt hún vilji ekki nefna nein­ar töl­ur í þeim efn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert