Fimm ára stúlkur ætla sér ekki í vændi

„Ef við ræðum þetta ekki, ef við fræðum ekki drengina …
„Ef við ræðum þetta ekki, ef við fræðum ekki drengina okkar þá erum við ekki að fara að bæta þetta. Samfélagið þarf að taka þessa umræðu,“ segir Alda. mbl.is/Ófeigur

„Eins og staðan er í dag þá eru þolend­ur man­sals að upp­lifa gríðarlega mik­inn skort á sam­hæf­ingu. Það er í raun verið að brjóta á rétt­ind­um þeirra á marg­an hátt víða um heim,“ seg­ir Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, yf­ir­lög­fræðing­ur lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.

Í síðustu viku fundaði hún með koll­eg­um sín­um í Var­sjá í Póllandi um sam­hæfðar aðgerðir ÖSE-ríkja sem grípa skal til þegar upp koma man­sals­mál. Hand­bók verður gef­in út um þessi efni í janú­ar. 

„Þarna fjöll­um við um það hvernig við bregðumst við. Kerfið þarf að vera til staðar til þess að taka á móti þolend­um. Þeir eru sett­ir í for­grunn­inn, að þeir nái að fóta sig í venju­legu sam­fé­lagi eft­ir svona at­b­urði,“ seg­ir Alda. 

Spurð hvaða áhrif sam­hæfðar aðgerðir sem þess­ar muni hafa seg­ir Alda: „Þetta er í raun til þess gert að hnykkja á mik­il­vægi þess að bregðast við með rétt­um hætti. Það þarf líka að gera það til þess að ná fram sak­fell­ing­um og ná að vinna mál gegn gerend­um með full­nægj­andi hætti.“

Hand­bók­in verður gef­in út í 57 aðild­ar­ríkj­um ÖSE, Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu en Alda seg­ir að full­trú­ar land­anna hafi al­mennt verið sam­mála um sam­hæfðar aðgerðir. Hún get­ur þó ekki greint strax frá því op­in­ber­lega í hverju þess­ar aðgerðir fel­ist. 

„Vændi er drifið af eft­ir­spurn“

Vændi er ná­tengt man­sali og var það einnig rætt í Var­sjá. Alda seg­ir að vænd­is­lög­gjöf­in á Íslandi, svo­kölluð sænsk leið, sé góð.

„Þetta er sú lög­gjöf sem marg­ar aðild­arþjóðir ÖSE horfa til þegar þeir eru að skoða lög­gjöf og hvað sé best að velja í þeim efn­um. Frakk­ar eru ný­bún­ir að taka þessa lög­gjöf upp, Írar líka og norður-Írar.“

Þó má ým­is­legt bæta í þess­um efn­um hér­lend­is.

„Það sem við höf­um gagn­rýnt mikið er nafn­leysi gerenda. Þá er spurn­ing hvaða hags­muni eigi að meta meira, hags­muni fjöl­skyldna kaup­enda eða hags­muni al­menn­ings. Vændi er drifið af eft­ir­spurn, ef hún væri ekki til staðar þá væri ekk­ert vændi.“

„Þetta er umræða sem við þurfum að taka almennilega sem …
„Þetta er umræða sem við þurf­um að taka al­menni­lega sem sam­fé­lag og velta því fyr­ir okk­ur hvers vegna við gæt­um nafn­leys­is gerenda,“ seg­ir Alda. mbl.is/Á​rni Torfa­son

Nauðsyn­legt að fræða „dreng­ina okk­ar“

Alda seg­ir að ekk­ert eitt sé rétt hvað þetta varðar en umræðan sé mik­il­væg.„Þetta er umræða sem við þurf­um að taka al­menni­lega sem sam­fé­lag og velta því fyr­ir okk­ur hvers vegna við gæt­um nafn­leys­is gerenda. Ýmist eru rök­semd­ir sak­born­inga þær að verja skuli þeirra nán­ustu eða þeir vilji gæta per­sónu­vernd­ar og rétt­inda þess aðila sem þeir eru að kaupa vændi af en af hverju keyptu þeir þá vændi? Ef við ræðum þetta ekki, ef við fræðum ekki dreng­ina okk­ar þá erum við ekki að fara að bæta þetta. Sam­fé­lagið þarf að taka þessa umræðu.“

Umræðan er ekki næg, að mati Öldu. Sér­stak­lega hvað varðar dökk­ar hliðar vænd­is. „Það skort­ir svo gríðarlega á þessa umræðu. Það hef­ur eng­inn hitt fimm ára stelpu sem ætl­ar að verða vænd­is­kona þegar hún verður stór. Af hverju ræðum við þetta ekki? Af hverju er þetta svona mikið tabú? Ef þetta er svona eðli­legt, af hverju viður­kenna þeir sem kaupa vændi það ekki fyr­ir börn­un­um sín­um? Þetta er svo­lítið mik­ill tví­skinn­ung­ur þegar við erum að ræða þessi mál.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert