Afstaða til flugelda neikvæðari en áður

Margir hafa áhyggjur af mengun sem myndast um áramótin vegna …
Margir hafa áhyggjur af mengun sem myndast um áramótin vegna sprenginga. mbl.is/Árni Sæberg

Rúm­lega 37% fólks vill áfram óbreytt fyr­ir­komu­lag á flug­elda­sölu en það er nokkuð lægra hlut­fall en fyr­ir ári þegar 45% vildu óbreytt fyr­ir­komu­lag. Þetta eru niður­stöður könn­un­ar Maskínu um af­stöðu al­menn­ings til flug­elda.

Tæp­lega 32% vilja ein­ung­is leyfa sölu flug­elda til aðila sem eru með flug­elda­sýn­ing­ar, 22,7% vilja leyfa sölu flug­elda til ein­stak­linga með þeim tak­mörk­un­um að hver megi ein­ung­is kaupa ákveðið magn af flug­eld­um og þá vilja 8,4% banna flug­elda með öllu og fjölg­ar í þeim hópi um 1,8% milli ára.

Karl­ar (45%) eru sam­kvæmt könn­un­inni hlynnt­ari óbreyttu fyr­ir­komu­lagi en kon­ur (39%). Mik­ill mun­ur er eft­ir mennt­un­ar­hóp­um og þannig vill næst­um því helm­ing­ur fólks með grunn­skóla­próf óbreytt fyr­ir­komu­lag en um 31% þeirra með há­skóla­próf.

Afstaða til flug­elda­sölu er mjög mis­mun­andi eft­ir því hvaða stjórn­mála­flokk fólk kýs. Ríf­lega 73% þeirra sem kjósa flokk fólks­ins vill óbreytt fyr­ir­komu­lega en ein­ung­is tæp­lega 16% kjós­enda Vinstri grænna.

Um 25% kjós­enda Pírata og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vilja óbreytt fyr­ir­komu­lag en um 50% kjós­enda Viðreisn­ar, Sjálf­stæðis­flokks og Miðflokks­ins vill það sama. Hæst hlut­fall kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill banna flug­elda eða um 19%.

Svar­end­ur voru 914 tals­ins og koma úr Þjóðgátt Maskínu sem er hóp­ur fólks sem er dreg­inn með til­vilj­un úr Þjóðskrá og svar­ar á net­inu. Könn­un­in fór fram dag­ana 12. til 20. des­em­ber 2019.

Sumir vilja banna flugeldasölu með öllu.
Sum­ir vilja banna flug­elda­sölu með öllu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert