Samkvæmt nýrri spá Isavia munu 6,68 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári.
Til samanburðar spáði Isavia því í nóvember 2017 að 10,38 milljónir farþega færu um völlinn 2018.
Gangi nýja spáin eftir munu færri farþegar fara um flugvöllinn en árið 2016. Þróunina má skoða í ljósi þess að innviðir hafa verið byggðir upp í ferðaþjónustu út frá spám um enn meiri vöxt.
Hins vegar hefur erlendum ferðamönnum fækkað minna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um flugið í Morgunblaðinu í dag.